þriðjudagur, júní 29, 2004

Allt að verða tilbúið

Jæja nú erum við bara ready að fara á Roskilde festival. Við fórum í dag og keyptum restina af því sem okkur vantaði og erum nú búin að pakka niður... eða réttar sagt ég búin að pakka niður fyrir þau, þar sem Gústi og Berglind virðast vera ófær að pakka niður sjálf ;o) Þannig að á morgun tek ég lestina til Roskilde með litlu börnunum mínum. Ég talaði við mömmu í kvöld og ég á að hafa auga með litlu systur minni og við eigum saman að passa upp á Gústa... Á morgun er síðasti dagurinn í skólanum fyrir sumarfrí, ég hlakka ekkert smá til... get alveg þegið smá frí... Nú ætla ég að skella mér í háttinn þannig að ég kveð í bili, skrifa aftur eftir helgi

Ó já þið eruð ekki nógu dugleg að koma með uppástungur á nöfnum á litla krílið... Besta nafnið sem komið er hingað til er Fróði og ég verð að segja að ég hallast dálítið að því, en ef ykkur dettur e-ð annað í hug endilega deilið :o)

sunnudagur, júní 27, 2004

Deep Purple geðveiki !..!

Við systurnar fórum á Deep Purple tónleika í gær og það var geðveikt. Guð minn góður... Tónlistin var æði og stemmningin mjög góð, þrátt fyrir að það voru innan við 1000 manns þarna í litlum sal. Þegar við mættum á svæðið fannst okkur við vera dálítið utangátta, þar sem 98% af liðinu á tónleikunum voru kallar á fimmtugsaldrinum. Sumir höfðu þó tekið konurnar sína og börnin með. Við vorum sem sagt yngstu og einu stelpurnar þarna sem voru ekki í fylgd foreldra :o) og þar af leiðandi fengum við nokkrar störur. Við vorum samt ekki einu íslendingarnir á svæðinu. En tónleikarnir voru geðveikir og gaman að sjá þá á sviði, gerði mér samt ekki alveg grein fyrir því að þeir væru orðnir svona gamlir. En það sýnir líklega að maður er aldrei of gamall til að rokka !..!

Ég er með meiri fréttir af litlu dúllunni minni, ég fékk myndirnar frá mömmu og pabba í gær og litli drengurinn minn er jarpur, ekki rauður. Og hann er sjúklega sætur, vildi að ég gæti sett mynd af honum inn á síðuna... en þar sem mamma og pabbi gleymdu nýju digital myndavélinni sinni hjá mér þegar þau fóru heim voru myndirnar teknar á gamaldagsmyndavél. Og þar sem ég er fátækur námsmaður þá á ég ekki skanna þannig að þið verðið bara að bíða eftir að sjá litla rassgatið :o)

Núna sitjum við systurnar í afslöppun í sófanum og jöfnum okkur eftir gærkveldi og bíðum eftir Gústa. Hann ætlar að koma í dag og er planið að fara á einhvern sportsbar í kvöld og horfa á leikinn (s.s. Danmörk-Tékkland fyrir ykkur sem hafið jafn brennandi áhuga á fótbolta og ég :o)). Svo er bara Hróarskelda eftir 4 daga, gamangaman :o) Jæja nenni ekki meir í bili, heyri í ykkur seinna...

fimmtudagur, júní 24, 2004

Það var strákur

...og fólk, bara svo ég taki það skýrt fram að þá kemur nafnið Harry Potter ekki til greina á barnabarnið mitt... ALLS EKKI!!! Hann er rauður og víst rosalega sætur, þ.e. ef mamma og pabbi voru að skoða rétta meri, þau voru ekki viss. Ég veit meir þegar ég fæ myndirnar. Og enn er rigning hér í Danaveldi :o( Svo er eitt í viðbót, Berglind heyrði í Tilla og Pompelínu í gærkveldi, jey... Held samt að hún hafi ekki verið neitt sérstaklega hrifin af hjónalífinu hjá þeim, truflaði sjónvarpsáhorfið hjá henni :o) Jæja allt í bili.. Bæjó

þriðjudagur, júní 22, 2004

Deep Purple, jey :o)

Við systurnar erum að fara á Deep purple tónleika á laugardaginn og miðarnir komu í pósti í dag, gamangaman. Ég hlakka ekkert smá til, Deep purple það er klassík og hver veit hvenær tækifærið gefst aftur. Annars hefur nú ekki mikið skeð síðan ég skrifaðu seinast, við lágum bara í leti hérna á sunnudaginn og svo var bara skóli í gær og í dag. Á morgun munum við læra hárgreiðslu í skólanum og ætlar Berglind að vera svo góð að vera módel fyrir mig, sem er ágætt. Hún hefur þá eitthvað að gera. Mamma og pabbi ætla að fara á morgun austur og reyna að finna folaldið þannig að ég fæ vonandi að vita hvort það er stelpa eða strákur. Ef það er strákur þá vantar mig nafn á hann, eitthvað galdratengt. Ef þið hafið hgmyndir endilega látið vita. Ef það er stelpa þá mun hún heita Verðandi. Þá verð ég komin með Urði og Verðandi, þá vantar bara Skuld ;o) Skrifa aftur seinna, segi frá folaldinu og tónleikunum. Vona að þið hafið það gott.

laugardagur, júní 19, 2004

Gleðilega þjóðhátíð, aftur...

Við fórum á þjóðhátíðarfagnað hjá Íslendingafélaginu í dag. Það var haldið á túninu hjá Rasmusras kollegie og við þurftum að taka strætó þangað, sem hefði verið í lagi ef tilkynningakerfið hefði verið á. Þar sem ég hef bara einu sinni farið þarna áður og í leigubíl í það skiptið þá var ég ekki alveg viss hvar ég átti að fara út, en það reddaðist. Þegar við komum niður á túnið þá voru kannski svona 20 manns þarna og helmingurinn voru krakkar, bara fjölskyldufólk. Stuttu eftir að við komum byrjaði að rigna eins og ég veit ekki hvað. Ég varð alveg rennandi blaut, en rigningin enntist ekki lengi. Það var samt skítkalt og við nenntum ekki að hanga þarna lengi, þannig að við fórum fljótlega aftur heim. Dagurinn fór samt ekki alveg til spillis, því það var selt íslenskt nammi þarna og við keyptum okkur smá. Ég held samt að ef veðrið fari ekki að lagast hérna þá flytji ég heim... Hey það er sumar og veðrið á ekki að vera svona, alltof kalt :o( En jæja ekki meir í fréttum, bæbæ :o)

föstudagur, júní 18, 2004

Ég er orðin amma..

eða þannig, merin mín, hún Urður er búin að eignast folald. Ég veit ekki enn hvort það er strákur eða stelpa eða hvernig það er á litin. Mamma og pabbi ætluðu að athuga hvort þau finndu þau en hef ekki heyrt í þeim aftur. Læt ykkur vita hvað kemur út úr þessu... Þetta er svo spennandi, finnst ykkur ekki :o)

fimmtudagur, júní 17, 2004

Gleðilega þjóðhátíð

Við Berglind sitjum hér og föngnum þjóðhátíðinni í týpísku þjóðhátíðarveðri, rigningu. Ég sá hins vegar inn á mbl að það er bara gott veður hjá ykkur. Ég verð að segja að ég held að það sé bara allsherjar samsæri í gangi gegn mér, ég meina ég flyt til útlanda og það flykkjast fleiri fleiri góðar hljómsveitir heim og það er líka betra veður heima heldur en hér. Ég get svo svarið fyrir það, held ég fari bara heim (þ.e. ef ég hefði efni á því eða gæti það). Annars er voða lítið að frétta af okkur systrunum, ég er búin að liggja í rúminu næstum alla vikuna, gamangaman... Ég dreif mig samt í skólann í morgun, þrátt fyrir flensuna og rigninguna. Við vorum í bóklegu í dag, anatomi. Reynið að lesa anatomiu á dönsku það er ekki auðvelt, en það vonandi reddast þannig að ég nái alla vegna prófunum. Best er að það er bara ein og hálf vika í sumarfrí og Hróarskeldu, eða 12 dagar samkv. Berglindi... Hún ætti að vita það, hefur ekkert betra að gera en að telja niður sérstaklega eins og veðrið er búið að vera. Ég verð að segja ykkur frá afrekum systur minnar í eldhúsinu eða Mr Bean eins og ég vil kalla hana. Hún tók að sér að elda fajitas um daginn og auðvitað hefur maður hrísgrjón með. Hún hellti hrísgrjónunum í pottinn og fattaði um leið að hún hafði ekki tekið lokið af pottinum, snillingur ha ;o) Á laugardaginn er svo þjóðhátíðarfangaður hjá íslendingafélginu hér í Óðinsvé og við systurnar ætlum þangað, þannig að skrifa aftur seinna og læt ykkur vita hvernig var....
hejhej

mánudagur, júní 14, 2004

Sólin kom og fór...

a einum sólarhring... Í gær var sjúklega gott veður, við systurnar skelltum okkur niður í H.C. Andersen garðinn í sólbað. Ég var algjör auli og gleymdi sólarvörninni og varð dálítið rauð á bakinu og öxlunum, en það er ekki að sjá á löppunum á mér að ég hafi verið útí sólinni :o) Ég var því eiginlega hálffegin þegar sólin sýndi sig ekki í dag. Við áttum annars mjög góðan dag í gær, bara í afslöppun. Ég náði að lesa einn kafla í viðbót í dönsku bókinni sem mamma gaf, sko allt að koma :o) Eftir rólegheitar helgi var kominn tími til að fara aftur í skólann. Berglind átti pantaðann tíma kl 10 í lúxus andlitsbað hjá mér og var fyrsti kúnninn minn, þannig að ég þurfti að hanga í heilan klukkutíma þar sem ég á að mæta kl 9 í skólann. Stundum fatta ég ekki alveg skipulagninguna þarna, svo var smá valdabarátta milli dönsku stelpnanna sem eru með okkur Vöku í skólanum. Þær lentu í smá þrasi út af því hver átti að taka hvaða kúnna, við Vaka tökum þessu bara með ró og tökum þá kúnna sem okkur er sagt að taka. Berglind kom svo klukkan 10 í andlitsbaðið sitt, ég held að henni að þótt það mjög gott þó verðið þið að spyrja hana. Ég kláraði svo skóladaginn minn og þegar ég kom heim biðu mín margir pakkar. Æðislega systir mín hafði farið og keypt handa mér trönur, striga, málningu og pensla svo ég gæti dútlað mér við að mála þegar ég hef frítíma. Er hún ekki algjör snúður???? Þar sem sólin klikkaði á að láta sjá sig settum við Creedence clearwater í spilarann og þrifum íbúðina, þannig að núna sitjum við hérna í rólegheitunum í hreinni íbúð :o) Ég ætla samt að vona að sólin skíni á morgun því annars leiðist aumingja litlu systur minni svo... Hún verður líka að vera orðin brún áður en hún fer til Króatíu ;o)

laugardagur, júní 12, 2004

Ekki entist það lengi...

við vöknuðum á föstudagsmorguninn og engin sól :o( Við drifum okkur upp í skóla þar sem systa ætlaði að vera módel hjá mér í nöglunum og gekk það bara mjög vel. Hún er sko með svaka flottar neglur núna, þótt ég segi sjálf frá ;o). Annars gekk allt saman mjög vel og ég fékk svaka hrós frá kennaranum, mjög ánægð með það get ég sagt ykkur... Við vorum búnar upp í skóla um tvöleytið og ákváðum að rölta niður í bæ og fá okkur einn öllara þar sem kallinn átti nú afmæli, þ.e. gamli prinsinn fyrir ykkur sem fylgist ekki með! Við urðum nú að skála fyrir honum þar sem hann átti stórafmææli, bara 70 ára. Það var hins vegar bara frekar kalt, rok (svona nokkurn veginn) og sólinn kom bara öðru hvoru út úr skýjunum. Þegar við vorum í bjórsötrinu röltum við okkur heim og slöppuðum af í rólegheitunum. Við ákváðum að fara að sjá Harry Potter koter í níu og fá okkur bara e-ð smá á Maccahonas (eins og Steinunn Eva segir)= McDonalds... Það var massa mikið af fólki í bíó enda frumsýningarkvöld. Myndin var nokkuð góð, en mér fannst fyrri myndirnar betri. Þegar þið sjáið hana takið eftir martröðinni hans Rons, ég fékk kast. Ég sá systu alveg fyrir mér vakna einhverja nóttina með þessa sömu martröð því þau deila þessari fóbíu :o)

Og í dag, enn engin sól... Hún er búin samt að vera stríða okkur aðeins og er nokkrum sinnum búin að koma fram í dag en fer alltaf strax aftur. Ég vaknaði hins vegar með leiðindahálsbólgu og hálfslöpp og drullaði mér því ekki úr rúminu fyrr en klukkan 3... Við drifum okkur út á hjólin og í búðin því okkur vantaði svona sitt lítið af hverju. Þegar við vorum búnar að versla skelltum við okkur á Froggys því Berglind var hálfsvöng, þegar skvísan var búin að seðja hungrinu rúlluðum við okkur aftur heim. Og sem betur fer því við rétt náðum heim fyrir byrjunarleikinn í EM, Portúgal-Grikkland... Það hefði nú verið skömm ef við hefðum misst af honum. Ég held með Grikkland, af því að það er svo gaman að fara í frí þangað... Berglind finnst þetta ekki nógu góð ástæða, held ég, en það skiptir ekki máli því mínir menn eru einu marki yfir, jei!!! Ekki það að ég sé orðin einhver fótboltabulla, nei ekki misskilja mig, ef ég væri það þá væri ég að horfa á þennan blessaða leik en ekki að blogga... Nú ætla ég að hætta, því að dagurinn hefur verið frekar daufur og ekki frá miklu að segja. Ætla að reyna finna e-ð skemmtilegt að gera, annað en að horfa á boltann.... Ciao

fimmtudagur, júní 10, 2004

Loksins, loksins sól :o)

Hvað haldið þið, það kom loksins sól og gott veður... Við systurnar drifum okkur út um leið og ég kom heim úr skólanum. Beint á hjólin, hjóluðum í almenningsgarð og lögðumst í sólbað með skólabækurnar okkar. Ég með möppuna mína úr skólanum og Berglind með Halldór Laxness, 2 nördar saman í sólbaði ;o) Berglind sagði líka, hver annar en MR-ingur færi með Halldór Laxness í sólbað í útlöndum :o) Við höfðum það samt gott og nutum dagsins...

Þegar við komum heim kveiktum við upp í grillinu, fengum okkur öllara og prófuðum að grilla einar í fyrsta skiptið. Það gekk dálítið brösulega hjá mér í byrjun og ég kveikti næstum því í húsinu :-o en það reddaðist. Eftir það gekk þetta bara nokkuð vel og maturinn okkar smakkaðist bara mjög vel. Núna erum við bara að slappa af og leita að einhverju skemmtilegu til að glápa á í imbanum.

Á morgun fær Berglind svo gervineglur því hún ætlar að vera módel hjá mér. Ég held samt að hún hafi mestar áhyggjur af því að hún þarf að vakna fyrir klukkan 9 í fyrramálið þar sem hún er búin að vera algjört letidýr síðan hún kom hingað og bara sofið fram að hádegi. Það verður vonandi aftur svona yndislegt veður á mogun því ég verð nauðsynleg að ná einhverjum lit á kroppinn. Við ætlum svo að reyna að finna e-ð túristalegt til að gera um helgina og svo auðvitað fara að sjá Harry Potter.... Nú hef ég ekkert meir að segja þannig.... Hejhej :o)

miðvikudagur, júní 09, 2004

Velkomin til 1995

Jæja fólk...

Í dag var förðun í skólanum og gerðum við svokallað "show make up" og enduðum við með því að líta út eins og léleg drag drottning og norn á leiðinni á grímuball. Kennslan er ekkert á við það sem ég lærði í noname skólanum, ég meina fólk komum til 21. aldarinnar. Það er árið 2004 ekki 1995... Kvöldförðunin sem við lærum í skólanum er eins og förðunin sem ég lærði á námskeiði hjá Kristínu hérna 1996 og fyrir utan það þá er kennarinn ekkert sérstaklega að einbeita sér að því að kenna okkur. Hún setur okkkur fyrir verkefni og svo sest hún inn í kennaraherbergið og talar í símann. Áhugavert, ha!!! Miðvikudagarnir eru eiginlega einu dagarnir sem ég nenni ekki í skólann því í samanburði við standardinn heima þá er þetta hlægilegt. Það vantar einhvern veginn alveg challengið og leyfi til að nota ímyndunaraflið :o/ En jæja, maður verður bara taka hlutunum eins og þeir koma og þrauka :o)

... ó já by the way, þar sem ég gerði dálítið grín að eldamennskunni hjá henni systur minni í gær, þá verð ég að bæta við að þrátt fyrir vandræðaganginn þá smakkaðist þetta bara ágætlega hjá henni... Just to be fair!!!!

og engar nýjar fréttir af Tilla og Pompelínu, ekki enn ;o) Og nú eru Gilmore girls að byrja þannig að ég ætla að hætta þessari vitleysu!

þriðjudagur, júní 08, 2004

Leiðinlegur dagur :o(

Jæja ekki var þetta skemmtilegur dagur... Við tökum kúnna flestalla daga í skólanum og þetta var einn af þeim. Hann byrjaði með litun og plokkun, svo aftur litun og plokkun og hvað haldið þið, aftur litun og plokkun. Loksins kom svo tilbreyting, andlitsbað en dagurinn endaði svo með, hverju haldið þið... litun og plokkun. Fjölbreytilegur dagur, ha? Fúlt líka því ég fæ svo lítið fyrir það að plokka að lita :o( Jæja en dagurinn er þó búin.

Berglind kom og hitti mig upp í skóla og var samferða mér heim. Við skiptum yfir í hjólafötin og skelltum okkur í hjólreiðatúr. Í miðjum hjólreiðatúrnum öskraði hún fyrir aftan mig og hræddi líftóruna úr öllum í kring, mönnum og dýrum. Þá hafði hún hjólað á randaflugu, algjör veganíðingur. Veit hún ekki að þær eru í útrýmingahættu, eða eru það geitungar... nei bara djók :o) Hún verður nú samt að venjast þessum litlu dúllum því annars á hún eftir að hjóla í veg fyrir bíl eða út í á.

Núna er hún að reyna að elda kvöldmat og þetta er eins og að horfa á Mr. Bean elda. Það er eins og hún hafi aldrei stigið fæti inn í eldhús... Agnes hvað á ég að gera, hvar er þetta, af hverju svona osfrv... en hún verður búin að læra þetta áður en sumarið er búið :0)

Hún hefur því miður eða sem betur fer ekki kynnst fjölskyldulífinu hja nágrönnum mínum, sem fengu það skemmtilega viðurnefni, hjá honum Hauk frænda mínum, Tilli og Pompelína. En að hlýtur að koma að því fljótlega því það líður aldrei of langt á milli og það fer ekki framhjá neinum, því guð minn góður hvað gellan getur öskrað ;o)(og það er mjög hljóðbært í húsum í Danmörku!!!! En jæja ég held að maturinn sé að verða tilbúin hjá Mr. Bean þannig að see ya later....

laugardagur, júní 05, 2004

Kill Bill loksins!!!!

Jæja loksins er skvísan búin að sjá Kill Bill 2... Ég fór og keypti fyrri hlutann og lét litlu systu horfa á hann þannig að hún gæti farið með mér á seinni hlutann. Vond, kannski en ég prófaði að fara ein í bíó hérna og ég get sagt ykkur aldrei aftur. Hef sjalda gert nokkuð eins leiðinlegt, þannig að hún varð bara gjöru svovel að koma með mér. Ég held reyndar að hún hafi skemmt sér ágætlega, eg skemmti mér stórvel en þið þekkið mig, dálítið sick húmor. Næstu helgi er svo planið að fara að sjá Harry Potter, en eftir það þurfum við að eignast aðeins aktívara líf ;o)

föstudagur, júní 04, 2004

4. júní

Jæja í dag er rigning, sytur minni til mikilla vonbrigða en ég reyndi að segja henni í gærkveldi að það yrði rigning í dag en hún trúði mér ekki. Þar sem hún gat ekki legið í sólbaði og einn kúnninn minn afboðaði bauð ég henni að koma upp í skóla og fá vax og litun og plokkun. Hún var nú ekki nógu ánægð með vaxið, held að henni hafi helst langað til að lemja mig og það verður öruggleg litrík lýsing á þessari upplifun hennar á blogginu hennar. Þetta var samt mjög fyndið og ekki trúa orði af því sem hún segir um þetta :o)

Annars gengur skólinn mjög vel og ég skemmti mér mjög vel. Danskan er líka öll að koma nema mig vantar aðeins upp á framburðinn. Við lærðum að gera gervineglur núna í vikunni og það var nú bara asskoti auðvelt, ef ég á að segja eins og er. Það er geggjað mikið að gera í skólanum og upppantað hjá okkur fram í ágúst, en við erum náttúrulega í fríi allan júlí mánuð og þá verður sko djammað. Ég, Berglind og Gústi ætlum á Hróarskeldu, eftir 26 daga, það verður geðveikt. Loksinsloksins kemst ég á Hróarskeldu. Það er einnig tónlistarhátíð í Ringe 22-26 júni og við Berglind erum alveg veikar okkur langar svo að fara, aðallega út af Deep purple og Blondie. En við vorum líklega ekki, of dýrt :o( Jæja, hef vondandi fleiri fréttir seinna...

hejhej

fimmtudagur, júní 03, 2004

Jæja, hvað haldið þið... ég tæknihefta manneskjan komin með blogg, kannski löngu orðið tímabært þar sem ég er búin að vera hérna í Danaveldi rúma 3 mánuði. Eins og flestir vita þá hefur þetta bara gengið nokkuð vel hjá mér, með smá hnökrum. Annars hefur verið mikið að gera hjá mér undanfarið. Haukur, Helga og Steinunn Eva komu til mín 18. maí og voru hjá mér til 31. maí og það var mikið action. Það var æðislegt að fá Steinunni Evu hingað, hún er algjört rassgat og mjög aktív. Við gerðum ýmislegt skemmtilegt eins og fara til Kaupmannahafnar og vorum þar yfir helgi. Þar fórum við í mall sem heitir Fields og það var sjúklega stórt. Við fórum líka í tívolíið en það gerði svoleiðis úrhellisrigningu að við flúðum fjótlega upp á hótel. Á sunnudeginum var sem betur fer betra veður og við fórum með Steinunni í dýragarðinn, það var æðislegt. Þar sem Steinunn Eva er alveg dýrasjúk þá var hún í essinu sínu og vildi bara meiri og meiri dýr, helst ljónið. Við ákváðum að fara líka með hana í Legoland og það mjög skemmtilegt, sérstaklega þar sem ég var jafngömul Steinunni Eva seinast þegar ég var þar. Ég mæli eindregið með að fólk fari og skoði garðinn, því hann er meiriháttarflottur.

Og ekki nóg með að ég hafði þau 3 í heimsókn þá bættust þrír gestir við laugardaginn 29. maí en þá komu mamma, pabbi og Berglind systir. Það var frábært, var búin að bíða lengi eftir þeim. Við fórum inn í kaupmannahöfn að sækja þau og fórum með þau í Fields, gerðum alveg útaf við þau :o) svona 1sta daginn. Mamma vildi fara með Steinunni Evu í dýragarðinn þannig að við fórum í garðinn hérna í Óðinsvé á sunnudeginum í dúndurgóðu veðri og hann var ekki síðri en garðurinn inn í Kaupmannahöfn, mér fannst hann eiginlega flottari.... Haukur og co fóru heim á mánudeginum og var þá hálftómlegt hérna og hljótt en ég hafði sem betur fer restina af liðinu. Familyan fór á rúntinn um Fjón og skoðaði strandbæina en á þriðjudeginum var bara chillað. Við Berglind keyptum okkur hjól og ætlum að vera geggjaðslega duglegar að hjóla í sumar... Ójá, gleymdi að segja ykkur það en hún ætlar að vera hérna í Danaveldi til 2. ágúst og aðallega að vinna á brúnkunni sinni, að mér skilst. Mamma og pabbi fóru heim í gær, þannig að við systurnar erum bara tvær eftir hér.

Við skelltum okkur út í hjólatúr á nýjum hjólunum í sjúklega góða veðrinu þegar ég var búin í skólanum og sitjum núna að horfa á Kill Bill 1 svo Berglind geti farið með mér á Kill Bill 2 í bíó á morgun. Ekki hef ég nú frá meir að segja í bili, nema ég ætla að reyna að þetta blogg dæmi... Sjáum hvað ég endist lengi :o)

Kærlige hilsen....