miðvikudagur, janúar 18, 2006

Þá er maður búin að fara í fyrsta sinni til Keflavíkur

Í dag fór ég í hina margumræddu brjósaminnkun. Ég fór af stað eldsnemma í morgun með móður minni og við héldum til Keflavíkur, en aðgerðin var framkvæmd þar. Við ströggluðum dálítið við að finna sjúkrahúsið, en það fannst á endanum. Okkur var vísaði inn í herbergi þar sem ég fékk alveg über töff föt til að fara í ;O) Ég þurfti þó að bíða smá eftir að komast í aðgerðina, en áður en ég komst þangað inn kom læknirinn og teiknaði á mig. Þetta var alveg eins og extreme makeover. Aðgerðin heppnaðist bara vel, enda er ég komin heim í faðm fjölskyldunnar. Mamma þurfti endilega að koma með einn hefðbundinn fjölskyldubrandara... Hún sagði að ég þyrfti nú að ganga bein í bakinu til að flagga því litla sem ég hefði :o) finnst ykkur hún ekki fyndin, reyndar held ég að ég hafi ekki haft svona lítil brjóst síðan ég var 12-13 ára. Núna sit ég hérna í sófanum hjá mömmu og pabba og reyni að hreyfa mig sem minnst því það er dálítið vont. Verst finnst mér þó að missa af skólanum og geta ekki farið á hestbak, en maður verður víst stundum að fórna einhverju til að græða eitthvað. Ég er búin að setja stelpunum fyrir það verkefni að taka fyrir mig glósur og Berglindi að hreyfa hestanna... Þetta eru nú stærstu fréttinar úr mínu lífi þessa daganna, vona að ykkar séu aðeins sársaukalausari...

sunnudagur, janúar 08, 2006

Gleðilegt nýtt ár allir saman

Ég vona að allir hafi haft það gott um jólin og notið áramótanna. Ég hafði það mjög gott í faðmi fjölskyldunnar um jólin, borðaði yfir mig af góða matnum hennar mömmu og svaf mikið. Áramótin voru bara róleg, enda eins og flestir vita er það leiðinlegasta djammkvöld ársins. Við vorum heima þessi áramót og nutum "nýja" húsins, góðs matar og góðs félagskapar. Eftir rólegt áramótakvöld með fjölskyldunni fór ég heim í æðislega rúmið mitt. Annars er nú búið að vera rólegt hjá mér á þessum fyrstu dögum ársins. Maður er aðallega búin að sofa alltof mikið og þess á milli fór maður í vinnuna. Kvöldið í kvöld var þó langþráð tilbreyting, en ég æðislega jólagjöf frá systur minni. Hún gaf mér miða á Hættu tónleikanna, þannig að við fórum ásamt Áslaugu og Ölmu Rut að njóta góðrar tónlistar. Fyrir minn smekk voru þó sumar hljómsveitarnar aðeins of "out there" eða hafið þið ekki tekið eftir því að við íslendingar eigum dálítið mikið af furðulegum tónlistarmönnum. Hápunktur kvöldsins var án efa þegar Damien Rice steig á svið, þessi maður er algjör tónlistarsnillingur. Margir góðir tónlistarmenn spiluðu og hóf KK tónleikanna þrusuvel. Þó ég sé ekki mikill Sigurrósar aðdáandi, þá finnst mér þeir góðir og ég varð fyrir dálitlum vonbrigðum með hvað þeir spiluðu stutt. Það hefði nú mátt sleppa sumum sem þarna fram komu eða alla vegna stytta þeirra spilunartíma. Tónleikarnir voru þó í heildina mjög góðir og hljómsveitin Egó endaði kvöldið mjög vel, þó að Bubbi litu út eins og hoppandi hálfviti á sviðinu. Eftir tónleikanna enduðum við á Ara í Ögri og sátum þar í góðum fíling. Ég skildi svo stelpurnar eftir þar og hélt heim á leið um hálf þrjú.