sunnudagur, ágúst 31, 2008

Skólinn að byrja

... loksins!!! Ég er svo fegin að skólinn er að byrja að þið trúið því ekki.

sunnudagur, ágúst 10, 2008

Golíat




Við eigum þennan frábæra hest sem heitir Golíat. Hann var keyptur fyrir nokkrum árum fyrir hana Berglindi systur því hana vantaði reiðhest. Þessi rauðblesóttadúlla fékk nafnið Golíat þar sem hann var og er töluvert stærri en hin hrossin í eigu fjölskyldunar. Hann ber þó ekki alveg nafn með rentu þar sem hann hefur ósköp lítið hjarta, en hann bætir það upp með risastórum persónuleika.






Ég fór með pabba austur í Maurholt um verslunarmannhelgina til að fara á hestbak og Golíat, þessi elska, kemur alltaf skokkandi þegar ég flauta á hann. Hann er reyndar ekki lengur einn um að gera það þar sem hann Gáski minn virðist vera búin að fatta það að þegar við erum á svæðinu jafngildi það einhverju gotteríi handa þeim. Og með honum fylgja venjulega Víðir og Spunalingurinn minn. Þeim finnst sko brauðið gott :o)


En aftur að sögunni... Við pabbi stóðum sem sagt þarna í miðjum haganum í Maurholti með strákanna okkar en skvísulísurnar voru hvergi sjáanlegar þannig að ég rölti af stað í leit að þeim. Og viti menn hann Golíat ákvað að slást í leitarhópinn, hann elti mig alla leiðina að hópnum sem skvísurnar voru í og alla leiðina aftur upp í gerði, fast á hæla mér á meðan ég rak allt hitt stóðið á undan mér. Ef ég þurfti að stoppa þá stoppaði hann, yfirleitt með nefið í bakinu á mér og ef ég þurfti að beygja þá beygði hann. Svona gekk þetta alla leiðina í gerðið og rákum við því lestina inn í gerðið. Þeir sem halda því fram að hestar hafi ekki persónuleika þurfa sko að kynnast
þessum hesti því hann hefur sko yfirmeira en nóg af honum.