laugardagur, mars 29, 2008

Heilsuæði


Jæja nú er konan byrjuð aftur í heilsuæðinu. Ég ákvað að skella mér með mömmu og Berglindi í ræktina, get ekki látið þær slá mér við og hverfa fyrir framan augun á mér. Fyrsti dagurinn var í gær og áttum við að vera hjá þjálfaranum en hann var veikur, greyið. Hann sendi mömmu planið mitt á maili og ég get svarið það að hann hefur ætlað að gera alveg útaf við mig í fyrsta tímanum. Ég var svo gjörsamlega úrvinda þegar ég var búin en mér leið samt vel. Ég finn pínu til þegar ég labba upp og niður tröppurnar heima hjá mér en annars er ég bara hress. Ég hef sem betur fer helgina til að jafna mig fyrir næsta session. Ég ætla sko að verða alger bomba.

þriðjudagur, mars 25, 2008

Páskarnir búnir :(

og gerði ég nærri því allt sem ég ætlaði að gera. Ég náði samt að klára þau tvö verkefni sem voru á dagskránni yfir páskafríið. Nú þarf ég bara að halda rétt á spilunum fram að prófum. Þið getið giskað í hvað tímann fór í hjá mér um páskanna þar sem hann fór ekki í lærdóm. Jáhá hann fór sko í hestamennskuna en við pabbi erum búin að vera mjög dugleg að ríða út í fríinu. Mamma og pabbi buðu okkur systrunum svo á Bítlatónleikanna og út að borða á Vox. Tónleikarnir voru bara alveg ágætir, þó ég sé nú ekki mikill Bítlaaðdáandi. Það hefði samt mátt sleppa þeim Björgvini Halldórssyni og Eyjólfi Kristjáns. KK sló hins vegar vel í gegn, langbestur þarna. Ekki hef ég nú mikið meira að segja ykkur í bili. Vona að allir hafi haft það gott um páskanna.

sunnudagur, mars 16, 2008

28 ára :)



jáhá þá er maður orðinn einu árinu eldri :) Ég bauð nokkur góðum gestum í mat í gærkveldi og bauð upp japanskt kjúklingasalat ásamt hvítvíni og bjór. Það var mikið hlegið og talað og svo var spiluð ein umferð í Partý & co. Seinustu gestirnir fórum heim um hálf fimmleytið. Svo var bara um að gera að drífa sig á fætur, ganga frá eftir matarboðinu og gera klárt fyrir kaffiboð handa familíunni sem er eiginlega nýfarin heim. Litlu frændsystkini mín komu og líka nýjasta frænka mín, hún Erna Magnea, þannig að ég dró fram myndavélina.







Hér kemur uppskriftina að kjúklingasalatinu fyrir ykkur sem viljið.
Fyrir 6-8 manns

6-8 bringur, skornar í bita og steiktar á pönnu, og síðan Sweet Chili sósu hellt út á.
2-3 pokar blandað salat, eftir smekk
2 pokar instant núðlur, muldar og ristaðar á pönnu
200 gr möndluflögur, ristaðar á pönnu
2-4 msk sesamfræ, ristuð á pönnu
2 öskjur kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
2 mangó
1 rauðlaukur

Dressing:
1 bolli ólífuolía
1/2 bolli balsamedik
4 msk sykur
4 msk sojasósa
Blandað saman við lágan hita.

Verði ykkur að góðu og takk fyrir mig!!!

miðvikudagur, mars 12, 2008

Í sjálfsvorkunnarstuði...

Ég sit hérna ein heima vafin í flísteppi að frjósa úr kulda, hnerrandi á tíu mínútna fresti, illt í höfðinu og eiginlega bara illt alls staðar, hálsbólga og stíflaður nebbi. Mig vantar einhvern til að stjana við mig (hvar er Guðmundur þegar maður þarf á honum að halda)...

sunnudagur, mars 02, 2008

Helgin í hnotskurn

Föstudagurinn var nokkuð hefðbundinn, þannig séð, fyrir utan að ég fór að vinna hjá Intrum yfir daginn þar sem 80% af fyrirtækinu var komið eða var á leiðinni til London á árshátíð. Þegar vinnunni var lokið hélt ég heim á leið í smá chill og svo fór ég og náði í Lady. Við fórum í smá göngu og að gefa hestunum kvöldmat. Við Lady vorum svo einar í húsinu um kvöldið og sat ég þá föst við skrappið og horfði á Barnaby með öðru. Laugardagurinn rann svo í garð með yndislegu veðri þannig að ég ákvað að bjóða frændsystkinum mínum í göngutúr með mér og Lady. Það var mjög fínt, þó að kítingurinn í þeim systkinum geti reynt aðeins á taugarnar. Þau minntu mig pínu á mig og hann Hauk frænda/bróðir á yngri árum. Þegar ég var búin að skila þeim af mér hélt ég í hesthúsið til að moka og gefa. Mig langaði að gera eitthvað skemmtilegt um kvöldið og fórum við Halla út að borða á Café Paris. Það voru mistök sem eyðilögðu næstum kvöldið. Þjónustan var hræðileg og þjónustufólkið frekt og hrokafullt. Ég skil bara ekki hvernig hægt er að reka þjónustufyrirtæki sem svona þjónustu, ég meina eru engir standardar lengur. Ég held að eigindur Café París ættu að taka starfsfólkið sitt alvarlega í gegn. Við, alla vegna eftir að hafa látið starfsfólkið heyra nokkur vel valin orð, strunsuðum út og fórum í ísbúðina í Skeifunni, þar sem við fengum príma þjónustu. Ég, Halla og Erlu tókum svo nokkra Laugara eins og í gamla daga og kjöftuðum. Síðan var haldið heim á leið og þar skrappaði ég aðeins áður en ég skellti mér í háttinn. Dagurinn í dag var svo tekinn í sófanum í afslöppun. Mamma og pabbi komu heim frá London og vorum við systur leystar út með gjöfum. Við eigum svo yndislega foreldra. Nú sit ég hérna og horfi á loka þáttinn í Forbrydelsen og ætla að láta þetta nægja í bili og einbeita mér að imbanum...