miðvikudagur, maí 18, 2005

Myndir af Ísafjarðardjamminu

KOMNAR!!!!!!!

Hvítasunnuhelgin Mikla.....

Það var komið að því að skvísan skellti sér á almennilegt djamm. Esther frænka var í bænum um daginn og skellti fram boði í partý þannig að ég ákvað bara að skella mér (ég held að hún hafi ekki átt von á að ég myndi í alvöru koma). Ég plataði Höllu vinkonu með mér og við brunuðum út úr bænum beint eftir vinnu, vorum samt ekki lagðar af stað fyrr en klukkan 18 og því ekki komnar á Ísafjörð fyrr en klukkan hálf eitt um nóttina (dálítið þreyttar :-0) Laugardagurinn fór bara í leti, hjá Höllu þ.e. því hún fékk að sofa en Arnór Óli vakti mig klukkan hálf níu. Á hádegi röltum við út í Gamla bakarí í góða veðrinu og keyptum kringlur og snúða (þá bestu á landinu). Um kvöldið var krökkunum svo komið pössun hjá ömmu og afa og við grilluðum góðan mat og svo var partý um kvöldið. Partýið var svaka vel heppnað og allir í svaka stuði. Fyndnasta var að í partýinu hitti ég hana Hrafnhildi, sem var með mér á Hólum. Ég hafði ekki hitt hana síðan við útskrifuðumst. Skvísan skellti í sig (dáldið miklu magni af áfengi ) en enginn stór skaði skeður, nema kannski gallapilsið mitt. Ég kveikti í mér :o( Ég var orðin dáldið skrautleg en ég var ekki ein um það, vestfirska loftið virtist hafa þessi áhrif á alla. Ég tók þokkalega mikið magn af myndum í ferðalaginu, ég á bara eftir að setja þær inn. Sunnudagurinn fór að mestu í leti og þynnku (hjá sumum). Ég var þokkalega hress miðað við ástand nætur og hvað það er langt síðan ég datt í það seinast. Við Halla lögðum svo af stað aftur í bæinn á hádegi á mánudeginu, keyrðum fram hjá Dynjanda og tókum okkur smá pásu. Við fengum okkur göngu upp á topp, svaka hressar. Við vorum hins vegar ekki komnar í bæinn fyrr en klukkan hálf tíu um kvöldið þar sem við stoppuðum á leiðinni af því að við héldum að bíllinn væri að bila :o( en hann virðist hafa náð sér, sem er meira en hægt er að segja um mig. Ég lagðist í rúmið í gær og ligg enn, svaka stuð. Ég ætla þó að reyna að fara aftur að vinna á morgun. Ég verð líka að vera hress um helgina þar sem íbúðin mín virðist loksins ætla að vera tilbúin og ég flyt að öllum líkindum inn um helgina. Jæja nenni ekki að skrifa meir í bili....

sunnudagur, maí 08, 2005

Myndir, loksins...

jæja þá er ég loksins búin að koma mér í það í setja upp myndasíðu og búin að setja inn slatta af myndum frá Danmörku. Ég ætla að reyna að vera dugleg að taka og setja inn myndir þar sem maður er nú orðin svo tæknivæddur að vera með digital vél. Annars er nú ekki mikið í fréttum. Ég byrja í verknáminu á morgun, loksins, enda orðin dálítið leið á að hanga svona allan daginn. Ég læt ykkur vita hvernig fer...