fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Módel vantar!!!!

Jæja fólk... nú er komið að því. Ég ætla að reyna að aulast til að taka naglaprófið, búin að vera ýta því undan mér enda svo sem búið að vera nóg að gera með skóla og vinnu. Þannig að nú vantar mig módel til að æfa mig. Áhugasamir endilega látið vita. Naglastofan verður örugglega opin á þriðjudögum, fimmtudögum og um helgar....

laugardagur, febrúar 11, 2006

Hún Esther frænka skoraði á mig, þannig að ég ákvað að svara áskorunni:

Fjögur störf sem ég hef unnið.
1. Reiðkennari
2. Kassastarfsmaður/vaktstjóri
3. Gjaldkeri
4. Þjónustufulltrúi
Fjórir staðir sem ég hef búið á
1. Reykjavík
2. Hólar í Hjaltadal
3. Þýskaland
4. Óðinsvé, Danmörk
Fjórir sjónvarpsþættir sem ég fíla.
1. CSI
2. Lost
3. Desperate housewife
4. Law and order: S.V.U
Fjórir staðir sem ég hef ferðast til
1. Norðurlöndin
2. Bretland
3. Holland
4. Kanada
Fjórar vefsíður sem ég skoða daglega
1. mbl.is
2. hi.is
3. hcandersenhus.blogspot.com
4. man ekki eftir fleirum
Fjórar uppáháldsmatartegundir.
1. Kjúklingur
2. Lærisneiðar í hrísgrjónum
3. heimagerð pizza
4. og örugglega eitthvað meira
Fjórir cd sem ég get ekki verið án.
1. Live diskarnir mínir eru algjörlega nauðsynlegir
2. Pearl Jam
3. Foo Fighters
4. og allir hinir rokkdiskarnir mínir

Jæja ég ætla að skora á Berglindi systir (þá kannski aulast hún til að blogga), Erlu, Guðnýju og alla hina sem vilja taka áskoruninni...

Agnes Guðmóðir :o)

ég fékk æðislegt símtal í dag frá henni "mágkonu" minni og var ég beðin að um að vera guðmóðir litlu risa snúllunar minnar, Sunnu Maríu. Ég þáði auðvitað boðið, ekkert smá stolt yfir því að vera beðin. Nú er það næsti viðburður á félagsdagskránni og mikið tilhlökkunarefni.

Næst er það svo Danmerkurferð, enn og aftur. Ég er samt farin að hlakka mikið til, best er að maður þarf lítið sem ekkert að borga en fyrirtækið borgar meirihlutann, þar sem þetta er nú árshátíðarferð. Við mamma ætlum að fara degi fyrr og bara slappa af og versla.

Annars eru þetta nú stærstu fréttirnar þessa daganna... Maður er loksins komin aftur í skólann, þó það sé nú erfitt að koma sér aftur af stað eftir svona langt frí. Allt hefur gengið vel eftir aðgerðina, ég er ennþá dálítið aum en það er bara eðlilegt. Allt að gróa og svona... Jæja nenni ekki að röfla meir í bili... Ciao ;o)