miðvikudagur, júlí 28, 2004

Ég veit það er langt síðan síðast en...

við erum búnar að vera að flækjast um Danmörku seinustu daga, aðallega Jótland.   Við sóttum bílinn á mánudaginn í seinustu viku og þá var lagt í hann.  Við ætluðum yfir á Samso en það var fullt í bátinn þannig að sú áætlun fór í vaskinn.  Nú þurfti hugsa upp nýtt plan þannig að við ákváðum að notast við þriðjudagsplanið og finna nýtt plan fyrir þriðjudaginn.  Við fórum því í Silkeborg og á Himmelbjerget, sem að ég verð að segja var ekkert svo merkilegt.  Við fórum svo inn í Árhús og fengum okkur að borða á Pizza Hut, sem stóðst ekki væntingar.  Svo byrjuðum við að leita að gistiheimilinu, en það var rétt fyrir utan Árhús, það gekk ekkert alltof vel.  Við fundum það samt á endanum og var það dálítið eins og fangelsi, en það gegndi hlutverki sínu og ég náði að hvíla mig fyrir næsta dag.  Á þriðudeginum keyrðum við alla leiðina upp á Skagen, þar sem við nutum blíðunnar á ströndinni, og svo keyrðum við aftur til baka.  Við áttum gistingu í Álaborg, sem er mjög falleg borg eins og reyndar allir bæjirnir og borgirnar sem við keyrðum í gegnum.  Á miðvikudeginum keyrðum við svo niður meðfram suðurströndinni til Esbjerg og stoppuðum þar og fengum okkur kvöldmat.  Eftir það keyrðum við heim enda langbest að sofa í sínu eigin rúmi, auk þess þurftum við að vakna snemma til að keyra inn í Kaupmannahöfn til að sækja Ölmu Rut og Örnu vinkonur Berglindar.  Við fórum beint að flugvellinum inn í Fields sem er risastór verslunarmiðstöð og náðum við allar, nema Berglind, að eyða smá pening þar ;o)  Það er svo gaman að eyða pening...  Allir voru frekar þreyttir eftir daginn og tókum við því bara rólega á fimmtudagskvöldið.  Á föstudeginum flæktumst við svo aðeins um Óðinsvé og skelltu stelpurnar sér svo á djammið um kvöldið.  Við vorum búnar að sitja hérna, fá okkur í glas og svo var klukkan bara allt í einu orðin 1 og ég var enn í kósý fötunum mínum og átti eftir að fara í sturtu.  Ég var ekki alveg að nenna að fara að hafa mig til kl 1, þannig að ég sendi þær á djammið án mín en þær voru ekki lengi, voru komnar heim kl 4.  Ekki varð nú mikið úr laugardeginum, fórum við í göngutúr og svo var bara slappað af um kvöldi.  Á sunnudeginum fórum við í Legoland, gamangaman...  Og ég fór í rússíbanann og ef þið trúið mér ekki þá á ég mynd :o)  Á mánudeginum keyrðum við svo stelpurnar inn í Kaupmannahöfn, skiluðum bílnum og röltum strikið.  Við fórum svo í tívolíið og skemmtum okkur stórvel, fórum í nokkur tæki og svona.  Við lögðum þó ekki í turninn, nema Alma Rut og hún fór ein, og nýja rússíbanann, sem enginn fór í þótt Ölmu Rut langaði.  Við systurnar tókum lestina svo heim og skildum stelpurnar eftir inn í Kaupmannahöfn.  Berglind var lasin og naut því ekki lestarferðarinnar.  Við tókum daginn í gær í algjöra afslöppun, sem sagt úr rúminu í sófann og svo aftur í rúmið.  Jæja ekki er það meira í bili, vona að þið séuð búin að hafa það gott...

miðvikudagur, júlí 14, 2004

Við fórum til Kaupmannahafnar

og það var drullukalt, ekta haustveður í miðjum júlí. Útlendingarnir í Kaupmannahöfn litu út eins og útlendingarnir heima, eitthvað sem maður átti ekki von á hérna í Danmark um mitt sumar. Ég er alla vegna orðin drulluþreytt á þessari endalausu rigningu og kulda hérna, hefði alveg eins getað verið heima á Íslandi ef veðrið heldur svon áfram. En jæja nóg væl um það. Dagurinn var æðislegur þrátt fyrir kuldann. Við röltum í rólegheitunum niður strikið og versluðum aðeins. Þegar við vorum búnar að eyða smá pening í föt og skó (handa mér, ekki Berglindi) þá strolluðum við niður í Nyhavn og fengum okkur smá snarl. Við ákváðum að taka svo eina svona túristasiglingu, aðallega fyrir mig þar sem Berglind var búin að fara tvisvar áður. Við skemmtum okkur mjög vel og á eftir röltum við til baka í gegnum strikið. Við fengum okkur svo að borða á City rock og kokteil og ís, rúlluðum næstum því út. Við þurftum hins vegar að hanga í smá tima eftir lestinni þannig að við gengum eiginlega bara í hringi. Við vorum dálítið þreyttar eftir langan en góðan dag. Núna erum við bara að bíða eftir afmælinu hennar Berglindar, sem er á laugardaginn og svo á mánudaginn náum við í bílaleigubílinn, sem við verðum með í viku. Ætlum að flækjast eitthvað um Jótland og gista á B&Bs. Það verður æðislegt. Segi ykkur frá því seinna.

sunnudagur, júlí 11, 2004

Jæja ég gleymdi

...að segja ykkur frá ýmsu sem skeði fyrir og á Hróarskeldu. Til að byrja með þá eignaðist ég æðislega sæta frænku í maí, sem var skírð Þórhildur Elín. Hún er algjört rassgat og hlakkar mig mjög mikið til að fara heim í desember og geta knúsað hana :o)

Hróarskelda með Berglindi og Gústa, það er sko upplifun. Berglind var þó mun skárri en hann Ágúst okkar. Hún var þó ekki kvartandi allan tímann yfir kömrunum, pöddunum, rigningunni og leðjunni. Gústi hafði greinilega ekki farið í margar útilegurnar fyrir þessa og ætlar að ég held ekki aftur. Hann sat inn í tjaldinu með skóinn sinn og kramdi allar pöddur sem skriðu í átt að tjaldinu. Berglind vakti hins vegar mikla athygli meðal karlmanna á svæðinu. Þeir hreinlega stoppuðu og störðu á hana þegar hún labbaði fram hjá. Bara til að taka eitt dæmi þá sátum við á einum tónleikunum og Berglind fór til að kaupa drykki. Það kom norðmaður og spurði hvort hann mætti setjast en maður sem sat við hliðina á Berglind sagði að hann gæti það ekki því það sæti "very nicelooking girl" þarna. Berglind á örugglega eftir að halda því fram að ég sé að ljúga eins og venjulega, en þið getið bara spurt Gústa. Jæja ekki meir um það, ég þarf að búa með henni næsta mánuðinn þannig að það er best að hafa hana góða.

Við fengum svo aðrar æðislegar fréttir í gær, fengum lítinn frænda sem lét reyndar bíða eftir sér. Hann átti að koma 4.júlí og við biðum alla Santana tónleikanna eftir sms að hann væri kominn en hann var ekkert að flýta sér í heiminn. Ég er að bíða núna eftir myndum af sætasta sætasta frænda mínum, þannig að ég nenni ekki að segja ykkur meir enda ekki mikið skeð síðan við komum heim.

mánudagur, júlí 05, 2004

Roskilde 2004

Jæja fólk þá erum við komin heim eftir þessa 5 daga rokkgeðveiki...

Dagur 1... nei bara grín. Við lögðum af stað kl 5 á miðvikudeginum og vorum komin á tjaldsvæðið um áttaleytið. Við okkur blasti geggjuð sjón, það var tjald við tjald og fleirifleiri manns og þetta var bara vestur svæðið. Við röltum af stað í leit að tjaldsvæði, ekki auðvelt verk get ég sagt ykkur, og yfir brúnna á austursvæði. Þar blöstu við okkur ennþá fleiri tjöld, við drösluðumst með farangurinn að það virtist endalaust en á endanum fengum við tjaldsvæði. Í ca 5-10 mínútna fjarlægð frá tónleikasvæðinu. Við nutum kvöldsins og skoðuðum okkur aðeins um eftir að hafa komið okkur fyrir.

Á fimmtudeginum röltum við yfir á vestursvæðið til að fá okkur að borða og á meðan við vorum þar byrjaði að rigna, ja ég á bara eiginlega ekki til orð yfir það, einnig voru þrumur og eldingar og haglél. Svæðið fór allt á flot á korteri, þegar loksins hætti að rigna drifum við okkur og keyptum stígvél ásamt restinni af liðinu. Þegar stígvélin voru komin var það næsti liður á dagskrá, bjórinn. Við skelltum okkur í Tuborg húsið og keyptum kassa af bjór á 180 kr danskar, og kassinn er 5 kippur ekki bara 4 eins og heima. Berglind og Gústi báru kassann upp í tjald þar sem bakið á mér var e-ð að stríða mér. Við fórum í þurr föt og í regnföt og auðvitað nýju stígvélin, svo var haldið af stað upp á tónleikasvæðið. Stefnan var tekin á Blonde Redhead tónleikanna, en þar sem ég gleymdi dagskránni og kortinu af svæðinu í tjaldinu vorum við pínu áttavillt og það tók okkur dálítinn tíma að finna Odeon sviðið og við misstum af tónleikunum. Það var hálffúlt en gerði svo sem ekki mikið til. Við fengum okkur rölt um svæðið, svona til að átta okkur á því og röltum svo til baka á Odeon til að sjá Joss Stone, sem er mjög góð söngkona. Ég keypti diskinn hennar um daginn og hef haft mjög gaman að honum, dálítið öðruvísi en það sem ég hlusta venjulega á. Eina sem skemmdi þá tónleika var að til að byrja með heyrðist ekki nógu vel í henni og svo virtumst við vera umkringd fólki sem hafði meiri áhuga á spjalla saman en að hlusta á tónlistina. Þegar hún var búin röltum við upp á Orange sviðið og horfðum á Korn. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki mikill Korn aðdáandi, en ég skemmti mér alveg þrusu vel og það var mjög gaman að sjá þá, sérstaklega þegar þeir tóku Another brick in the wall með Pink Floyd. Eftir það verð ég að segja að ég fékk alveg nýtt álit á hljómsveitinni. Við röltum til baka upp í tjald til að fá okkur nokkra öllara fyrir háttinn og Ingi og Kolbeinn, vinir hennar Berglindar, kíktu til okkar. Allir voru frekar blautir og skítugir eftir daginn.

Á föstudeginum vöknuðum við við nágranna okkar, sem voru einhvers staðar frá austur-evrópu, sem voru að syngja í bland við öskrin í þjóðverjunum og rigningu öðru hvoru. Við tókum því bara rólega um daginn og röltum svo upp á tónlistarsvæðið seinni partinn. Á leiðinni uppeftir heyrðum við í hollenskri hljómsveit sem heitir Within temptation, hún virkaði mjög góð og ætla ég að tékka betur á henni. Samkvæmt dagskránni átti Pixies að byrja að spila kl hálf átta, en þar sem Bowie var aflýst breyttist dagskráin og Slipknot spilaði á undan Pixies. Ég verð að segja að það er ekki hljómsveit sem ég fíla, meðlimirnir voru eins og klipptir út úr hryllingsmynd og mér fannst þetta bara vera öskur. Við nenntum ekki að horfa á þetta og fengum okkur göngutúr um svæðið. Loksins hættu öskrin og við fengum okkur sæti og biðum eftir Pixies, sem var búin að vera mikið tilhlökkunarefni hjá okkur systrunum, en því miður öllu þau dálitlum vonbrigðum. Þau voru mjög góð og gaman að sjá þau, en það vantaði kraft í þau og líflegri framkomu. Næst á eftir voru the Hives, hljómsveit sem ég þekki ekki mjög vel en allir segja að sé mjög góð. Ég get ekki sagt að ég sé sammála, sviðframkoma var jú líflega en mér fannst lögin öll hljóma eins og ekkert sérstaklega skemmtileg. Við gáfumst upp á að horfa og ákváðum að fara bara upp í tjald.

Sama sagan með nágranna endurtók sig á laugardags- og sunnudagsmorguninn, en það er bara eitt af því skemmtilega við að fara á svona útihátíð :o) Seinnipartinn á laugardeginum virtist ætla að létta aðeins til, ekki misskilja það rigndi ekki stanslaust. Versti dagurinn var fimmtudagurinn, hina daganna var þetta svo köflótt, rigning og sól til skiptis. Á laugardeginum fórum við að sjá Kings of Leon, sem ég hafði ekki heyrt um áður en þekkti þó eitt lag með þeim. Þeir voru góðir og ein af nokkrum sveitum sem ég ætla skoða betur eftir þessa helgi. Næst var haldið á Odeon á Kira and the kindred spirits, sem var ein önnur frábær hljómsveit á þessar yndislegur hátíð. Minnti dálítið á Janis Joplin og Anouk. Svo næst kom eitthvað fyrir Gústa greyið, sem við systurnar vorum búnar að þvæla á alla þessa rokktónleika. Basement Jaxx stigu á Orange sviðið og komu öllum í dansfíling, meira segja mér. Og til að ljúka þessu snilldarkvöldi var farið niður á Arena að sjá Morrisey, sem ég verð að segja kom mér á óvart og naut ég tónleikanna mjög mikið.

Veður- og tónlistarlega var sunnudagurinn besti dagurinn, það ringdi smá um daginn en það var meira svona hitaskúrir og gátum við notið dagsins regnbuxnalausar, loksins. Við heyrðum lokin á tónleikunum hjá Michael Franti, sem var góð upphitun fyrir goðið, Santana. Og hann átti hátíðina því án efa þá voru þetta bestu tónleikarnir alla helgina, ekkert gat skemmt þessa tónleika... Ekki einu sinni fíflin fyrir framan okkur og þeir virtust ætla að gera sitt besta... Ég held bara að nokkurn veginn allir gestirnir hafi verið á tónleikunum og allir í dansstuði. Það var æðislegt að sjá goðsögnina á sviði, upplifun sem mun aldrei gleymast!!!! Í tónlistarvíma röltum við niður að Arena til að sjá Frans Ferdinad og Muse. Frans Ferdinad spilar góða tónlist og var gaman að heyra fleiri lög með þeim, þar sem ég þekkti ekki nema kannski 2-3. Muse var næst á svið og þeir voru án ef með skemmtilegri tónleikum sem við sáum um helgina. Ég hef ekki mikið hlustað á þá og ég sá að það voru mistök, tónlistin þeirra er frábærlega góð og svona aðeins öðruvísi. Þetta endaði hátíðina hjá okkur, en eitt var eftir og það var að klára bjórinn. Við vorum nú ekki öflugri en það í drykkjunni að við rétt náðum að klára kassa af bjór 3 saman :o) Eitthvað sleppti fólk sér svona síðasta kvöldið og ansi mikið fjör var á tjaldsvæðinu, þó var nú fullt af liði sem fór heim þarna á sunnudeginum.

Við vöknuðum snemma á mánudagsmorgninum eftir mjög mjög kalda nótt og tókum saman dótið og héldum heim á leið. Fegnust vorum við að geta hent í burtu stígvélunum og farið í sandalana okkar. Þegar komið var heim var farið í langþráða sturtu og maður skrúbbaður hátt og lágt. Næst var það matur, sem var borðaður sem góðri list og svo ákváðum við að leggja okkur aðeins og var það einn besti lúr sem ég hef fengið. Nú er svo kominn háttatími og mikið verður gott að sofa í rúminu mínu...

Og by the way... Til hamingju Grikkland með Evrópumeistaratitilinn (hélt með þeim allan tímann :o)) Og þið þurfið ekki að koma með uppstungur að nafni á krílið mitt. Það er búið að skíra hann, hann heitir Spuni

Einungis 360 dagar í næstu hátíð!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!