miðvikudagur, desember 22, 2004

Gamla góða Ísland

...þá er maður loksins komin heim í jólafrí. Ég lenti á Keflavíkurvelli á laugardaginn um fimmleytið eftir töluverða seinkun á flugi en maður sætti sig við það enda á leiðinni heim. Haldið þið ekki að konan hafi bara verið yfirgefin og skilin eftir ein heima fyrsta kvöldið á klakanum. Ég var nú fljót að redda því og plataði Höllu vinkonu út að borða, á KFC auðvitað... Átti reyndar að fara e-ð annað en það var brjálað að gera alls staðar. Á sunnudeginum skellti ég mér svo vestur í Ólafsvík með pabba gamla að kíkja á ömmu. Maður mætti bara í nýbakaða gula köku (sem er alltaf best hjá ömmu í Ólafsvíkinni) og heitt kakó, sem var gott því það var snjókoma og skítakuldi úti. Eftir stutt en gott stopp var haldið heim á ný og var mamma tilbúin með kvöldmatinn þegar við komum til bara... Gamla góða lambalærið með brúnni sósu og brúnuðum kartöflum, stendur alltaf fyrir sínu ;o) Eftir matinn var svo skipt í aðeins betri föt og kíkt á kaffihús með Lindu og Gústa, átti bara að vera stutt en við vorum aðeins lengur. Á mánudeginum var svo farið í langþráða klippingu og litun, allt annað að sjá mig get ég sagt ykkur. Ég fór svo á smá bæjarflakk með systu. Hvað haldið þið, skvísan heima í jólafríi og bara sett í þrifin :o( við vorum svaka duglegar í gær og þrifum allt slotið á no time bara þannig að nú er bara allt tilbúið fyrir jólin, nema það á náttúrulega eftir að setja upp tréð. Dagurinn í dag er svo bara búinn að fara í flakk, systa var að kaupa seinustu gjafirnir og ákvað ég bara að fljóta með. Eftir allt búðarápið ákvað ég að skella mér í göngutúr í kuldanum með hundinn, það er eiginlega bara áhættusport að fara út í göngutúr núna, þvílík og önnur eins hálka... Við komust þó heilar á húfi heim aftur, smá hrollur í okkur samt.... Ekki eru nú meiri fréttir að heimsókninni í bili. Ég óska ykkur bara gleðilegra jóla :o) og heyri í ykkur aftur seinna...

sunnudagur, desember 12, 2004

Alveg að koma heim

... nú eru bara 5 dagar þangað til ég kem heim. Bara svo þið vitið það ;o)

sunnudagur, desember 05, 2004

Prófið búið og einkuninn komin

Ég er búin að svífa á skýjum núna seinustu daga... Ég fékk einkunnina mína úr annarprófinu, hafði hækkað mig um 2 heila s.s. upp í 8+. Mjög stolt af sjálfri mér, nú þarf ég bara að gera það aftur í lokaprófinu en það er seinnitíma vandamál. Nú ætla ég bara að einbeita mér að jólafríinu mínu. Hlakka til að sjá ykkur...