miðvikudagur, apríl 30, 2008

Smá update af mínu æsispennandi lífi

Jæja það sem hefur gerst síðan síðast...

1. búin að vera læra læra læra
2. þess á milli er ég í ræktinni, út að labba með hundinn eða í hesthúsinu
3. eyddi smá quality time með litla frænda
4. fór í bónus, hitti litlu frændssystkini mín þar fyrir utan og þau fóru með mér. Steinunn Eva sat í kerrunni hjá mér og það var kona þar sem starði svo á okkur. Á endanum spurði hún hvort ég hefði ekki átt heima í Arahólum 4 á 5tu hæð. Ég sagði jú og þá sagði hún að hún kannaðist eitthvað við svipinn en kveikti ekki á perunni fyrr en hún horfði á dóttur mína. Ég náttúrulega útskýrði að Steinunn væri nú bara frænka mín en það væri alltaf sagt að hún væri alveg eins og Berglind systir. Mjög skemmtileg bónus ferð þar!!!
5. Kynntist mjög fínni danskri stelpu í gegnum Aldísi vinkonu, þessi danska ætlar að verða yfirlesari hjá mér. Mjög fínt
6. Eignaðist litla frænku. Til hamingju Guðrún, Ásgeir og Þórhildur með litlu prinsessuna
7. Búin að liggja í rúminu í nokkra daga núna, mjög gaman eða þannig. Ofan á það bættist að Rósa frænka kom í heimsókn, hún velur alltaf besta tímann!!! Auk þess þurfti ég að læra... dead line á lokaverkefnum og svollis
8. Skellti mér á hestbak áðan með pabba gamla þrátt fyrir veikindin, komin með ógeð að hanga inni. Fór á hana Urði mína og tók hann Gáska litla í taum, það fór allt í vitleysu en reddaðist á endanum og þótt við pabbi lögðum af stað á sama tíma, komum við ekki heim á sama tíma og fórum alls ekki sömu leiðina. Eins og ég sagði það fór allt í vitleysu, missti Gáska, merin var leiðinleg og ég sagði pabba bara að fara á undan. Við þríeykið komumst loks aftur af stað og þá gekk allt mikið betur.
9. Náði að klára fyrra lokaverkefnið þegar ég kom heim, þarf núna að undirbúa kynningu á því sem ég á að halda á mánudaginn
10. Skrifaði þetta blogg

Þetta er allt og sumt í bili

sunnudagur, apríl 20, 2008

Leti og leiðindi

...búið að vera þema helgarinnar. Ég er búin að vera í einhverju massa leiðinda og letistuði um helgina. Ég ætlaði að vera úber dugleg og fara á hlöðuna, ná í heimildir og byrja á þeim 2 lokaverkefnum sem ég þarf að gera.... en þið giskið rétt, það varð ekkert úr þessum plönum mínum. Ég verð því að rífa mig upp á rassinum á morgun og leggjast í bækurnar, sem ég ætla að gera. Ég ætla að hitta Aldísi á hlöðunni og læra með henni þegar ég er búin að fara í ræktina og hitta járningarmanninn í hesthúsinu, það er nefnilega komið að járningu hjá hestalingunum mínum. Pabba stakk náttúrulega aftur af úr landinu og ég þurfti því að sjá ein um gjafirnar, sem er ekki neitt mál nema... hann Gáski er nýkominn í bæinn og þegar ég var að hleypa hestunum inn til að gefa þeim ákvað hann að skella sér í skoðunarferð um hesthúsin og stakk sér undir keðjuna. Ég þurfti því að hlaupa af stað til að ná honum áður en hann týndist í borginni. Allt fór betur en á horfðist. Þar sem ég eyddi ekki tímanum í lærdóm varð ég að finna mér eitthvað að gera og fyrir valinu varð skrapp, sem var gaman því það er dáldið langt síðan ég hef gefið mér tíma í það. Ég held ég verð samt að hætta þessu núna og skella mér í smá göngutúr með voffann minn....

laugardagur, apríl 12, 2008

Aðeins of mikill dugnaður

Ég var eitthvað slöpp á mánudeginum seinasta en skellti mér samt í skólann og svo í ræktina, hélt að það myndi bara hressa mig. Mér var hins vegar svo kalt allan tímann í ræktinni, langaði helst að fara í sjóðandi heita sturtu og hreiðra svo um mig inn í flísteppi. Þetta gerði ég um leið og ég kom og reis ekki úr rekkju fyrr en seinni partinn á miðvikudaginn, fékk einhverja magapest. Ég missti því af ræktinni á miðvikudeginu og ákvað að bæta það upp á fimmtudeginum. Ég skellti mér í ræktina, tók hörku æfingu í c.a. 1 1/2 klst og fór svo að sækja Aldísi vinkonu. VIð fórum og fengum okkur hollan hádegisverð áður en við héldum í göngutúr með Lady. Hún var líka búin á hörkuæfingu í ræktinni en samt skelltum við okkur í næstum klst göngu. En dagurinn var ekki búinn hér, ó nei. Þegar ég var búin að keyra Aldísi heim og skila Lady af mér, fór ég í hesthúsið enda minn dagur til að moka og gefa. Ég skellti mér einnig í reiðtúr á honum Víði mínum þvú verðrið var svona voða fínt. Eftir því sem leið svo á kvöldið fór ég að finna meira og meira til í líkamanum. Ég vaknaði svo um nóttina með svaka verk í hnénu auk þess að það var stokkbólgið. Núna er ég því að reyna að hvíla það eins og ég get ásamt því að nota bólgueyðandi og kælipoka á hnéð, þýðir ekkert að vera með of mikinn aumingjaskap því það er ræktin á mánudaginn.

föstudagur, apríl 04, 2008

Algjör íþróttaálfur

Konan er bara orðin líkamsræktarfrík!!!!!!!!!!!! Ég hitti einkaþjálfarann í dag og fót í vigtun og svona. Hann ætlar að útbúa prógramm fyrir mig svo ég geti náð öllum þessum leiðilegu aukakílóum. Ég var sem sagt í ræktinni í dag og svo fór ég í göngutúr með Lady ásamt litlu frænkum mínum, Steinunni Evu og Sunnu Maríu. Það endaði nú bara með því að ég þurfti að halda á litlu skvísunni stóran hluta af leiðinni, var e-ð þreytt greyið. Hún er svo að koma til mín í gistingu til mín á morgun. Við pabbi ætluðum svo á hestbak en það var bara búið að gefa þeim að borða þannig að við þurftum bara að snúa heim. Annars er nú ekki meira að frétta héðan, bara same old same old. Skóli skóli skóli!!!!!!!!!!!!!!!!!!!