þriðjudagur, apríl 26, 2005

Sumarið komið :o)

Jæja skvísan er komin með verknám, jippý. Ég byrja einhvern tímann í maí, 10 mánuðir á looser launum en jæja thats life. Verknemar eru víst bara einum þrepi fyrir ofan þræla :o( Maður ætti víst ekki að kvarta, lífið er gott. Skvísan komin með nýjan bíl og íbúðin alveg að verða tilbúin, þannig að maður getur fljótlega flutt frá gömlu hjónunum. Skvísan er einnig orðin "frænka" (svona á ská alla vegna). Linda vinkona eignaðist lítinn gutta í seinustu viku, hann var dálítið mikið að flýta sér í heiminn og kom þrem vikum fyrir tímann. Hann er algjör snúður og alveg eins og pabbi sinn. Annars eru þetta allar fréttirnar í bili :o) Lífið er voða rólegt þessa daganna...

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Það er bara annað hvort eða...

Ég er búin að vera að leita mér að vinnu síðan ég kom heim frá Danmörku og ekkert gengið... Síðan seinasta fimmtudag helltust yfir mig atvinnutilboð. Ég fór í tvo viðtöl útaf verknámi, mér var boðið að koma aftur að vinna í bankanum og fékk viðtal útaf öðru gjaldkerastarfi. Út úr þessu kom að mér var boðið verknám á annarri stofunni og ég er að velta því svolítið fyrir mér. Ég þarf að ræða aðeins betur við konuna og svo að ákveða mig, fyrir föstudaginn því þá þarf ég að svara þeim í bankanum. Annars gengur lífið bara sinn vanagang fyrir utan það að ekki getur maður riðið mikið út þessa daganna þar sem Víðir er meiddur. Einhver ofbeldisseggur er í húsinu okkar og beit svo illa í bakið að það er stykki horfið úr bakinu. Svo byrjaði að grafa í þessu og það þurfti að kalla út dýralækni. Greyið er núna á einhverjum pencillin kúr. Það er eins og allir fjórfættu fjölskyldumeðlimirnir þurfi á læknisaðstoð að halda, ég þurfti líka að fara með Lady til dýralæknis. Hún á við eitthvað magavandamál að stríða og var því sett á sérfæði... Hún er ekkert sérstaklega ánægð með það en svona er lífið... Alla vegna eins og þið lesið þá er lífið mitt ekkert sérstaklega fjörugt þessa daganna en það stendur vonandi til bóta. Ég stefni á að fara út með Guðný og Hönnu Rún á morgun, hef ekki hitt Hönnu síðan við kláruðum MK þannig að það verður gaman... Læt heyra í mér seinna :o)

mánudagur, apríl 11, 2005

Ennþá atvinnulaus og að...

drepast úr leiðindum. Jæja ekkert kom út úr viðtalinu sem ég sagði ykkur frá þannig að maður verður víst að halda áfram að leita. Ég tók rispu í morgun að leita að stofum, vonandi að það komi eitthvað út úr því. Ég fór í bíó í gær með Höllu vinkonu, ætluðum á the woodsman með Kvein Bacon á kvikmyndahátíðinni en það var ekki verið að sýna hana. Við skelltum okkur því á Motorcycle diaries, mig er búið að langa að sjá hana í dálítinn tíma og ég varð ekki fyrir vonbrigðum, hún var æðisleg. Ég var alveg búin að gleyma þessari kvikmyndahátíð en það eru fullt af myndum á henni sem mig langar að sjá. Ég mæli með því að þið sem eruð orðin þreytt á formúlumyndunum kíkjið á þetta. Annars er allt á fullu í íbúðinni og ég get vonandi flutt inn fljótlega en innflutningspartýið verður líklega ekki fyrr en júlí þar sem allir eru í prófum þessa daganna og svo eru mk skvísurnar að fara á interrail.... Ég er með fleiri góðar fréttir var að kaupa mér nýjan bíl, gamangaman. Nú þarf ég bara að losna við hinn, vona að það gangi ágætlega... Jæja ekki eru nú fleiri fréttir í bili, læt ykkur vita hvernig atvinnuleitin gengur.

föstudagur, apríl 01, 2005

Ekki er nú mikið í fréttum...

maður er bara búin að vera í leti, frekar leiðinlegt. Naglaskólinn bjargar mér alveg annars væri ég nú örugglega orðin geðveik. Skólinn gengur bara vel og mér finnst þetta mjög skemmtilegt, enda alveg mín lína svona dútl. Annars fór ég nú í viðtal í vikunni í sambandi við verknám og gekk það bara ágætlega að ég held, kemur í ljós. Hafið endilega krosslegða fingur fyrir mig!!! Vikan hefur hins vegar verið frekar róleg. Kíkti í bíó með MK skvísinum á Vanity fair, sem var ágæt en alltof löng. Ég var eiginlega farin að bíða eftir endinum.... Annars maður bara búin að eyða tímanum heima yfir imbanum eða kaffihúsum, uppbyggilegt ha!!!!!!!!!!! Ekki hefur meira merkilegt drifið á daga mína, vona að ykkar líf sé áhugaverðara.... tata :o)