miðvikudagur, júní 09, 2004

Velkomin til 1995

Jæja fólk...

Í dag var förðun í skólanum og gerðum við svokallað "show make up" og enduðum við með því að líta út eins og léleg drag drottning og norn á leiðinni á grímuball. Kennslan er ekkert á við það sem ég lærði í noname skólanum, ég meina fólk komum til 21. aldarinnar. Það er árið 2004 ekki 1995... Kvöldförðunin sem við lærum í skólanum er eins og förðunin sem ég lærði á námskeiði hjá Kristínu hérna 1996 og fyrir utan það þá er kennarinn ekkert sérstaklega að einbeita sér að því að kenna okkur. Hún setur okkkur fyrir verkefni og svo sest hún inn í kennaraherbergið og talar í símann. Áhugavert, ha!!! Miðvikudagarnir eru eiginlega einu dagarnir sem ég nenni ekki í skólann því í samanburði við standardinn heima þá er þetta hlægilegt. Það vantar einhvern veginn alveg challengið og leyfi til að nota ímyndunaraflið :o/ En jæja, maður verður bara taka hlutunum eins og þeir koma og þrauka :o)

... ó já by the way, þar sem ég gerði dálítið grín að eldamennskunni hjá henni systur minni í gær, þá verð ég að bæta við að þrátt fyrir vandræðaganginn þá smakkaðist þetta bara ágætlega hjá henni... Just to be fair!!!!

og engar nýjar fréttir af Tilla og Pompelínu, ekki enn ;o) Og nú eru Gilmore girls að byrja þannig að ég ætla að hætta þessari vitleysu!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home