þriðjudagur, september 27, 2005

Berglind systir...

segir að það sé aftur komin tími á blogg. Ég veit bara ekki hvað ég á að segja ykkur. Það hefur nú ekki verið mikið að gerast hjá skvísunni. Maður er bara á fullu í skólanum. Ég er nú reyndar á leiðinni til Danmerkur með skólanum á námskeið, maður græddi nú á þessu námi. Halla Sif er að fara með mér og við ætlum að fara aðeins fyrr og eyða 2 dögum í Kaupmannahöfn og kannski að versla smá. Þetta eru nú einu fréttirnar eins og er... Það verður vonandi meira action í framtíðinni :o)

mánudagur, september 05, 2005

Ætli að það sé ekki komin tími til að updata....

Jæja hvað hefur skeð síðan ég skrifaði seinast??? Ég fór til Spánar með mömmu í heimsókn til Óskar og Adda, en þau eiga sumarhús á La Marina. Esther og fjölskylda voru í húsi rétt hjá. Við eyddum viku hjá þeim, bara í rólegheitunum. Við lágum í sólbaði, mér tókst að brenna 2svar, og við versluðum smá og borðuðum góðan mat. Ég gerðist frekar ævintýragjörn í ferðinni en þið sem þekkið mig vitið að ég er smá picky á það sem ég borða ;o) En við fórum út að borða á bæði kínverskan og indverskan veitingastað og það var bara nokkuð gott, þó var aðalrétturinn sem ég pantaði mér á indverskan staðnum dálítið sterkur... Ég meina það stóð reykur út út eyrunum á mér... Vikan var æðisleg en ég var samt alveg til í að fara heim eftir vikuna, ég er ekki beint þessi sólbaðsmanneskja. Vika á ströndinni var alveg nóg fyrir mig, þá var mig farið að langa að gera e-ð.

Hvað meira.... Já ég hélt loksins upp á 25 ára afmælið mitt og hið langþráða innflutningspartý. Það var hörkustuð og fólk var í misgóðu ástandi en enginn þó í slæmu nema þá kannski Gústi sem bailaði alveg og var edrú. Ég er ekki að skálda gott fólk, það eru fleiri vitni. Kallinn var bara edrú, það er eitthvað mikið að heiminum í dag ;o) Ég, Halla og Berglind systir vorum samferða niður í bæ þegar klukkan var að verða 2 og Gajolið búið. Guðný, Benni, Sigrún og Gústi voru þá farin niður í bæ (nema Gústi kallinn hann fór heim að sofa). Við hittum liðið á Hressó þegar við komumst loksins í bæinn og eftir langa bið fyrir utan. Við skelltum okkur beint á dansgólfið og dönsuðum þangað til við fórum heim. Áður en langt var af stað heim var stoppað á Bæjarins bestu og djammpylsan borðuð. Ég verð þó að segja að þetta lið í kringum mig eru nú lélegir drykkjumenn, það var enginn til í sukkmat daginn eftir.... Allir bara þunnir og ælandi. Ráð nr 1 2 og 3 er að borða eitthvað áður en maður fer að sofa og drekka nógu mikið af vatni þá vaknið þið hress og kát eins og ég :o)

Á laugardaginn var svo kveðjupartý fyrir hana Guðný mína en hún er að fara til Indlands í 6 mánuði að vinna hjálparstarf. Ég var því miður léleg það kvöld enda búin að vera lasin og kvaddi eftir 2 bjóra. Ég held þó að skvísan hafi skemmt sér ágætleg án mín... Í dag var fyrsti skóladagurinn og ég mætti með vitlausa stundaskrá þar sem breytingar höfðu verið gerðar og var því ein í tíma... Haldið að það sé nú, en jæja þýðir ekki að væla yfir því. Er komin með nýju stundaskránna og hún lítur bara ágætlega út, fyrir utan að ég þarf að mæta 8:15 alla daga nema miðvikudaga :o( Meira er ekki að frétta héðan eins og er og ætla ég því að hætta þessu röfli.