miðvikudagur, október 01, 2008

Drungi og dauði...

allt er bara að fara til fjandans :@ Það streyma yfir okkur fréttir um fall krónunar, Glitnir orðin ríkisbanki, samsæriskenningar og svo eru það fjöldauppsagnirnar. Ég verð að vera sammála henni systur minni í því, og draga því tilbaka kvartanir mínar um að vera orðin þetta gömul og eiga ekki neitt, að fagna því að vera bara fátækur námsmaður sem á ekki neitt og skuldar ekki neitt (nema náttúrulega námslánin). Verst að maður var ekki forsjáll og keypti dollarann þegar hann var 67 kr, maður gæti grætt þokkalega á að selja hann í dag. En er ekki komin tími á að þetta blessaða fólk sem við kusum (eða ekki kusum eftir því hvar stjórnmálaskoðanir hvers og eins liggja) geri eitthvað í málunum áður málin verða verri. Á samt ekki von á því þar sem þetta fólk er vitagagnslaust með vitagagnslausan forsætisráðherra í fararbroddi. Jæja er nú hætt þessu þunglyndiskasti í bili.

2 Comments:

At 9:18 f.h., Blogger Erla said...

Heyrðu skvís, manni er nú farið að langa til að sjá þig!! svona sértaklega í ljósi þess að þú ert að hverfa!!!!

 
At 2:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ja tad er blessad astandid a klakanum!!

 

Skrifa ummæli

<< Home