þriðjudagur, júní 29, 2004

Allt að verða tilbúið

Jæja nú erum við bara ready að fara á Roskilde festival. Við fórum í dag og keyptum restina af því sem okkur vantaði og erum nú búin að pakka niður... eða réttar sagt ég búin að pakka niður fyrir þau, þar sem Gústi og Berglind virðast vera ófær að pakka niður sjálf ;o) Þannig að á morgun tek ég lestina til Roskilde með litlu börnunum mínum. Ég talaði við mömmu í kvöld og ég á að hafa auga með litlu systur minni og við eigum saman að passa upp á Gústa... Á morgun er síðasti dagurinn í skólanum fyrir sumarfrí, ég hlakka ekkert smá til... get alveg þegið smá frí... Nú ætla ég að skella mér í háttinn þannig að ég kveð í bili, skrifa aftur eftir helgi

Ó já þið eruð ekki nógu dugleg að koma með uppástungur á nöfnum á litla krílið... Besta nafnið sem komið er hingað til er Fróði og ég verð að segja að ég hallast dálítið að því, en ef ykkur dettur e-ð annað í hug endilega deilið :o)

2 Comments:

At 1:26 e.h., Blogger Berglind said...

Svona mér og Gústa til varnar þá hefðum við alveg getað gert þetta sjálf Agnes þarf bara alltaf að vera að skipta sér af;o)

 
At 7:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

mér lýst betur á gandalf heldur en fróða.....vonandi tekið til greina:)
kv af klakanum

 

Skrifa ummæli

<< Home