fimmtudagur, júní 10, 2004

Loksins, loksins sól :o)

Hvað haldið þið, það kom loksins sól og gott veður... Við systurnar drifum okkur út um leið og ég kom heim úr skólanum. Beint á hjólin, hjóluðum í almenningsgarð og lögðumst í sólbað með skólabækurnar okkar. Ég með möppuna mína úr skólanum og Berglind með Halldór Laxness, 2 nördar saman í sólbaði ;o) Berglind sagði líka, hver annar en MR-ingur færi með Halldór Laxness í sólbað í útlöndum :o) Við höfðum það samt gott og nutum dagsins...

Þegar við komum heim kveiktum við upp í grillinu, fengum okkur öllara og prófuðum að grilla einar í fyrsta skiptið. Það gekk dálítið brösulega hjá mér í byrjun og ég kveikti næstum því í húsinu :-o en það reddaðist. Eftir það gekk þetta bara nokkuð vel og maturinn okkar smakkaðist bara mjög vel. Núna erum við bara að slappa af og leita að einhverju skemmtilegu til að glápa á í imbanum.

Á morgun fær Berglind svo gervineglur því hún ætlar að vera módel hjá mér. Ég held samt að hún hafi mestar áhyggjur af því að hún þarf að vakna fyrir klukkan 9 í fyrramálið þar sem hún er búin að vera algjört letidýr síðan hún kom hingað og bara sofið fram að hádegi. Það verður vonandi aftur svona yndislegt veður á mogun því ég verð nauðsynleg að ná einhverjum lit á kroppinn. Við ætlum svo að reyna að finna e-ð túristalegt til að gera um helgina og svo auðvitað fara að sjá Harry Potter.... Nú hef ég ekkert meir að segja þannig.... Hejhej :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home