fimmtudagur, júní 03, 2004

Jæja, hvað haldið þið... ég tæknihefta manneskjan komin með blogg, kannski löngu orðið tímabært þar sem ég er búin að vera hérna í Danaveldi rúma 3 mánuði. Eins og flestir vita þá hefur þetta bara gengið nokkuð vel hjá mér, með smá hnökrum. Annars hefur verið mikið að gera hjá mér undanfarið. Haukur, Helga og Steinunn Eva komu til mín 18. maí og voru hjá mér til 31. maí og það var mikið action. Það var æðislegt að fá Steinunni Evu hingað, hún er algjört rassgat og mjög aktív. Við gerðum ýmislegt skemmtilegt eins og fara til Kaupmannahafnar og vorum þar yfir helgi. Þar fórum við í mall sem heitir Fields og það var sjúklega stórt. Við fórum líka í tívolíið en það gerði svoleiðis úrhellisrigningu að við flúðum fjótlega upp á hótel. Á sunnudeginum var sem betur fer betra veður og við fórum með Steinunni í dýragarðinn, það var æðislegt. Þar sem Steinunn Eva er alveg dýrasjúk þá var hún í essinu sínu og vildi bara meiri og meiri dýr, helst ljónið. Við ákváðum að fara líka með hana í Legoland og það mjög skemmtilegt, sérstaklega þar sem ég var jafngömul Steinunni Eva seinast þegar ég var þar. Ég mæli eindregið með að fólk fari og skoði garðinn, því hann er meiriháttarflottur.

Og ekki nóg með að ég hafði þau 3 í heimsókn þá bættust þrír gestir við laugardaginn 29. maí en þá komu mamma, pabbi og Berglind systir. Það var frábært, var búin að bíða lengi eftir þeim. Við fórum inn í kaupmannahöfn að sækja þau og fórum með þau í Fields, gerðum alveg útaf við þau :o) svona 1sta daginn. Mamma vildi fara með Steinunni Evu í dýragarðinn þannig að við fórum í garðinn hérna í Óðinsvé á sunnudeginum í dúndurgóðu veðri og hann var ekki síðri en garðurinn inn í Kaupmannahöfn, mér fannst hann eiginlega flottari.... Haukur og co fóru heim á mánudeginum og var þá hálftómlegt hérna og hljótt en ég hafði sem betur fer restina af liðinu. Familyan fór á rúntinn um Fjón og skoðaði strandbæina en á þriðjudeginum var bara chillað. Við Berglind keyptum okkur hjól og ætlum að vera geggjaðslega duglegar að hjóla í sumar... Ójá, gleymdi að segja ykkur það en hún ætlar að vera hérna í Danaveldi til 2. ágúst og aðallega að vinna á brúnkunni sinni, að mér skilst. Mamma og pabbi fóru heim í gær, þannig að við systurnar erum bara tvær eftir hér.

Við skelltum okkur út í hjólatúr á nýjum hjólunum í sjúklega góða veðrinu þegar ég var búin í skólanum og sitjum núna að horfa á Kill Bill 1 svo Berglind geti farið með mér á Kill Bill 2 í bíó á morgun. Ekki hef ég nú frá meir að segja í bili, nema ég ætla að reyna að þetta blogg dæmi... Sjáum hvað ég endist lengi :o)

Kærlige hilsen....

3 Comments:

At 11:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Agnes bara byrjuð að blogga :) æðislegt ... vildi bara sonna segja hæ :) fer út eftir 14 daga... Jíbbbbííííí
Kossar&Knús Kv. Gústi babe

 
At 12:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það er aldeilis barasta komin með blogg!! ;) Gaman að geta fylgst með ykkur gellunum hérna :)

 
At 12:01 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Humm.........já þetta comment var s.s. í boði Höllu Sif gleymdi að láta það fylgja með!!! ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home