Ekki entist það lengi...
við vöknuðum á föstudagsmorguninn og engin sól :o( Við drifum okkur upp í skóla þar sem systa ætlaði að vera módel hjá mér í nöglunum og gekk það bara mjög vel. Hún er sko með svaka flottar neglur núna, þótt ég segi sjálf frá ;o). Annars gekk allt saman mjög vel og ég fékk svaka hrós frá kennaranum, mjög ánægð með það get ég sagt ykkur... Við vorum búnar upp í skóla um tvöleytið og ákváðum að rölta niður í bæ og fá okkur einn öllara þar sem kallinn átti nú afmæli, þ.e. gamli prinsinn fyrir ykkur sem fylgist ekki með! Við urðum nú að skála fyrir honum þar sem hann átti stórafmææli, bara 70 ára. Það var hins vegar bara frekar kalt, rok (svona nokkurn veginn) og sólinn kom bara öðru hvoru út úr skýjunum. Þegar við vorum í bjórsötrinu röltum við okkur heim og slöppuðum af í rólegheitunum. Við ákváðum að fara að sjá Harry Potter koter í níu og fá okkur bara e-ð smá á Maccahonas (eins og Steinunn Eva segir)= McDonalds... Það var massa mikið af fólki í bíó enda frumsýningarkvöld. Myndin var nokkuð góð, en mér fannst fyrri myndirnar betri. Þegar þið sjáið hana takið eftir martröðinni hans Rons, ég fékk kast. Ég sá systu alveg fyrir mér vakna einhverja nóttina með þessa sömu martröð því þau deila þessari fóbíu :o)Og í dag, enn engin sól... Hún er búin samt að vera stríða okkur aðeins og er nokkrum sinnum búin að koma fram í dag en fer alltaf strax aftur. Ég vaknaði hins vegar með leiðindahálsbólgu og hálfslöpp og drullaði mér því ekki úr rúminu fyrr en klukkan 3... Við drifum okkur út á hjólin og í búðin því okkur vantaði svona sitt lítið af hverju. Þegar við vorum búnar að versla skelltum við okkur á Froggys því Berglind var hálfsvöng, þegar skvísan var búin að seðja hungrinu rúlluðum við okkur aftur heim. Og sem betur fer því við rétt náðum heim fyrir byrjunarleikinn í EM, Portúgal-Grikkland... Það hefði nú verið skömm ef við hefðum misst af honum. Ég held með Grikkland, af því að það er svo gaman að fara í frí þangað... Berglind finnst þetta ekki nógu góð ástæða, held ég, en það skiptir ekki máli því mínir menn eru einu marki yfir, jei!!! Ekki það að ég sé orðin einhver fótboltabulla, nei ekki misskilja mig, ef ég væri það þá væri ég að horfa á þennan blessaða leik en ekki að blogga... Nú ætla ég að hætta, því að dagurinn hefur verið frekar daufur og ekki frá miklu að segja. Ætla að reyna finna e-ð skemmtilegt að gera, annað en að horfa á boltann.... Ciao
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home