mánudagur, ágúst 08, 2005

Haldið þið ekki...

að konan hafi farið á sveitadjamm um helgina. Guðný vinkona plataði mig austur í Fljótshlíð, en mamma hennar og frænka voru þar í heimsókn hjá annarri frænku hennar. Við lögðum af stað á föstudaginn eftir vinnu hjá Guðný, komum við og sóttum Benna og það var haldið út úr bænum. Það var stoppað á Selfossi og borðað á KFC áður en það var haldið á Minni-Borg, þar sem við ætluðum að skoða folaldið mitt. Það var hins vegar fýlurferð þar sem við komumst ekki að honum Spuna mínum og þetta olli líka ruglingslegri ferð um suðurlandið. Við villtumst dálítið en nóg um það, við komumst loksins á réttan stað og þá var haldið á Kaffi Langbrók. Kvöldið var stórskemmtilegt, mikið drukkið, hlegið og sungið. Skvísan drakk þó nokkuð mikið og hefur ekki orðið svona skemmtilega drukkin síðan helgina góðu á Ísafirði í maí síðastliðnum. Hættulegasti drykkur kvöldsins var þó speciality staðarins, staupið brókarsótt en það sambuka, baileys og jagermeister. Ég veit það hljómar ekki vel en það kom hins vegar á óvart, bragðaðist mjög vel. Það sem kom mest á óvart var heilsan daginn eftir, hún var furðulega góð þó var röddin ekki upp á sitt besta. Ég eyddi svo sunnudagskvöldinu upp í sófa á glápa á imbann enda dálítið þreytt. Nú þarf maður hins vegar að fara að undirbúa Spánarferðina enda brottför á miðvikudaginn :o)