föstudagur, júní 04, 2004

4. júní

Jæja í dag er rigning, sytur minni til mikilla vonbrigða en ég reyndi að segja henni í gærkveldi að það yrði rigning í dag en hún trúði mér ekki. Þar sem hún gat ekki legið í sólbaði og einn kúnninn minn afboðaði bauð ég henni að koma upp í skóla og fá vax og litun og plokkun. Hún var nú ekki nógu ánægð með vaxið, held að henni hafi helst langað til að lemja mig og það verður öruggleg litrík lýsing á þessari upplifun hennar á blogginu hennar. Þetta var samt mjög fyndið og ekki trúa orði af því sem hún segir um þetta :o)

Annars gengur skólinn mjög vel og ég skemmti mér mjög vel. Danskan er líka öll að koma nema mig vantar aðeins upp á framburðinn. Við lærðum að gera gervineglur núna í vikunni og það var nú bara asskoti auðvelt, ef ég á að segja eins og er. Það er geggjað mikið að gera í skólanum og upppantað hjá okkur fram í ágúst, en við erum náttúrulega í fríi allan júlí mánuð og þá verður sko djammað. Ég, Berglind og Gústi ætlum á Hróarskeldu, eftir 26 daga, það verður geðveikt. Loksinsloksins kemst ég á Hróarskeldu. Það er einnig tónlistarhátíð í Ringe 22-26 júni og við Berglind erum alveg veikar okkur langar svo að fara, aðallega út af Deep purple og Blondie. En við vorum líklega ekki, of dýrt :o( Jæja, hef vondandi fleiri fréttir seinna...

hejhej

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home