fimmtudagur, júní 17, 2004

Gleðilega þjóðhátíð

Við Berglind sitjum hér og föngnum þjóðhátíðinni í týpísku þjóðhátíðarveðri, rigningu. Ég sá hins vegar inn á mbl að það er bara gott veður hjá ykkur. Ég verð að segja að ég held að það sé bara allsherjar samsæri í gangi gegn mér, ég meina ég flyt til útlanda og það flykkjast fleiri fleiri góðar hljómsveitir heim og það er líka betra veður heima heldur en hér. Ég get svo svarið fyrir það, held ég fari bara heim (þ.e. ef ég hefði efni á því eða gæti það). Annars er voða lítið að frétta af okkur systrunum, ég er búin að liggja í rúminu næstum alla vikuna, gamangaman... Ég dreif mig samt í skólann í morgun, þrátt fyrir flensuna og rigninguna. Við vorum í bóklegu í dag, anatomi. Reynið að lesa anatomiu á dönsku það er ekki auðvelt, en það vonandi reddast þannig að ég nái alla vegna prófunum. Best er að það er bara ein og hálf vika í sumarfrí og Hróarskeldu, eða 12 dagar samkv. Berglindi... Hún ætti að vita það, hefur ekkert betra að gera en að telja niður sérstaklega eins og veðrið er búið að vera. Ég verð að segja ykkur frá afrekum systur minnar í eldhúsinu eða Mr Bean eins og ég vil kalla hana. Hún tók að sér að elda fajitas um daginn og auðvitað hefur maður hrísgrjón með. Hún hellti hrísgrjónunum í pottinn og fattaði um leið að hún hafði ekki tekið lokið af pottinum, snillingur ha ;o) Á laugardaginn er svo þjóðhátíðarfangaður hjá íslendingafélginu hér í Óðinsvé og við systurnar ætlum þangað, þannig að skrifa aftur seinna og læt ykkur vita hvernig var....
hejhej

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home