Sólin kom og fór...
a einum sólarhring... Í gær var sjúklega gott veður, við systurnar skelltum okkur niður í H.C. Andersen garðinn í sólbað. Ég var algjör auli og gleymdi sólarvörninni og varð dálítið rauð á bakinu og öxlunum, en það er ekki að sjá á löppunum á mér að ég hafi verið útí sólinni :o) Ég var því eiginlega hálffegin þegar sólin sýndi sig ekki í dag. Við áttum annars mjög góðan dag í gær, bara í afslöppun. Ég náði að lesa einn kafla í viðbót í dönsku bókinni sem mamma gaf, sko allt að koma :o) Eftir rólegheitar helgi var kominn tími til að fara aftur í skólann. Berglind átti pantaðann tíma kl 10 í lúxus andlitsbað hjá mér og var fyrsti kúnninn minn, þannig að ég þurfti að hanga í heilan klukkutíma þar sem ég á að mæta kl 9 í skólann. Stundum fatta ég ekki alveg skipulagninguna þarna, svo var smá valdabarátta milli dönsku stelpnanna sem eru með okkur Vöku í skólanum. Þær lentu í smá þrasi út af því hver átti að taka hvaða kúnna, við Vaka tökum þessu bara með ró og tökum þá kúnna sem okkur er sagt að taka. Berglind kom svo klukkan 10 í andlitsbaðið sitt, ég held að henni að þótt það mjög gott þó verðið þið að spyrja hana. Ég kláraði svo skóladaginn minn og þegar ég kom heim biðu mín margir pakkar. Æðislega systir mín hafði farið og keypt handa mér trönur, striga, málningu og pensla svo ég gæti dútlað mér við að mála þegar ég hef frítíma. Er hún ekki algjör snúður???? Þar sem sólin klikkaði á að láta sjá sig settum við Creedence clearwater í spilarann og þrifum íbúðina, þannig að núna sitjum við hérna í rólegheitunum í hreinni íbúð :o) Ég ætla samt að vona að sólin skíni á morgun því annars leiðist aumingja litlu systur minni svo... Hún verður líka að vera orðin brún áður en hún fer til Króatíu ;o)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home