laugardagur, október 18, 2008

Tilvistarkreppa

eða eitthvað álíka er að angra mig þessa daganna. Nú líður óðum að því að ég ljúki B.A. náminu mínu við Háskóla Íslands og ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera að lokinni útskrift. Ég ákvað því að fara í Áhugasviðskönnun hjá HÍ og sjá hvað kemur út úr því. Erla vinkona kom reyndar með bækling fyrir mig í vor um diplómanám í Alþjóða samskiptum sem mér finnst voða spennandi og getur verið að ég skelli mér í það. Ég fékk líka þá hugdettu að skella mér í sjálfboðavinnu erlendis einhvers staðar. Ég er búin að vera skoða inn á Nínu koti og getur vel verið að ég skelli mér í það. Ég er búin að vera að skoða ýmis Afríkuríki og fann nokkra staði sem ég væri til í að fara á, ef ekki væri fyrir stjórnmálaóróa eins og í Zimbabwe. Þar er þetta frábæra prógramm þar sem ljónsungar eru teknir í vernduðu umhverfi og þjálfaðir til að lifa í villtir í náttúrunni. Ástandið í Zimbabwe gerir það hins vegar að verkum að ég þori ekki alveg þangað en það eru fleiri staðir, sem virka spennandi og ætla ég að leggjast aðeins betur yfir þetta. Þetta er alla vegna staðan á mínu lífi þessa daganna, það kemur vonandi niðurstaða á þetta hjá mér fljótlega.

miðvikudagur, október 01, 2008

Drungi og dauði...

allt er bara að fara til fjandans :@ Það streyma yfir okkur fréttir um fall krónunar, Glitnir orðin ríkisbanki, samsæriskenningar og svo eru það fjöldauppsagnirnar. Ég verð að vera sammála henni systur minni í því, og draga því tilbaka kvartanir mínar um að vera orðin þetta gömul og eiga ekki neitt, að fagna því að vera bara fátækur námsmaður sem á ekki neitt og skuldar ekki neitt (nema náttúrulega námslánin). Verst að maður var ekki forsjáll og keypti dollarann þegar hann var 67 kr, maður gæti grætt þokkalega á að selja hann í dag. En er ekki komin tími á að þetta blessaða fólk sem við kusum (eða ekki kusum eftir því hvar stjórnmálaskoðanir hvers og eins liggja) geri eitthvað í málunum áður málin verða verri. Á samt ekki von á því þar sem þetta fólk er vitagagnslaust með vitagagnslausan forsætisráðherra í fararbroddi. Jæja er nú hætt þessu þunglyndiskasti í bili.