laugardagur, júní 19, 2004

Gleðilega þjóðhátíð, aftur...

Við fórum á þjóðhátíðarfagnað hjá Íslendingafélaginu í dag. Það var haldið á túninu hjá Rasmusras kollegie og við þurftum að taka strætó þangað, sem hefði verið í lagi ef tilkynningakerfið hefði verið á. Þar sem ég hef bara einu sinni farið þarna áður og í leigubíl í það skiptið þá var ég ekki alveg viss hvar ég átti að fara út, en það reddaðist. Þegar við komum niður á túnið þá voru kannski svona 20 manns þarna og helmingurinn voru krakkar, bara fjölskyldufólk. Stuttu eftir að við komum byrjaði að rigna eins og ég veit ekki hvað. Ég varð alveg rennandi blaut, en rigningin enntist ekki lengi. Það var samt skítkalt og við nenntum ekki að hanga þarna lengi, þannig að við fórum fljótlega aftur heim. Dagurinn fór samt ekki alveg til spillis, því það var selt íslenskt nammi þarna og við keyptum okkur smá. Ég held samt að ef veðrið fari ekki að lagast hérna þá flytji ég heim... Hey það er sumar og veðrið á ekki að vera svona, alltof kalt :o( En jæja ekki meir í fréttum, bæbæ :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home