mánudagur, maí 26, 2008

Sumar

Jæja þá er skólinn búinn og sumarið komið. Nú er ég búin að vinna í rúma viku, gamangaman. Ég verð að viðurkenna að ég sakna gömlu góðu daganna þegar maður eyddi sumrinu í rólegheitum, en maður verður víst að þéna pening Money makes the world go around eins og sagt er. Alla vegna getur maður ekki verið námsmaður án þeirra. Ein einkunn komin, vantar enn 3. Ég var mjög ánægð með þessa sem komin er enda var hún talsvert betri en ég átti von á. Vonandi bara að hinar verði jafngóðar. Nú er bara að koma sér að verki og skrifa þessa blessuðu B.A. ritgerð sem ég þarf að skrifa. Ég er komin langt með heimildavinnu og þarf bara að drífa mig í að klára hana svo ég geti sest niður og byrjað að skrifa. Jæja nóg í bili þarf að skella mér í háttinn svo ég geti vaknað í ræktina kl 6 í fyrramálið.

föstudagur, maí 16, 2008

Lúksus líf

Í dag fór ég í dekur í Blue Lagoon spa og kræst hvað það geðveikt :) Það var byrjað með saltskrúbbi og svo þörungamaska á allan líkamann. Því næst var smá gufa og svo var þessu lokið með nuddi. Nú ætla ég bara að eiga kózý kvöld heima, búin að kveikja á kertum og horfa á tvið.

fimmtudagur, maí 15, 2008

Prófin búin og sumarið á leiðinni

Jæja smá póstur... Þá er skólinn búin og prófin búin, á reyndar eftir að skila einu lokaverkefni. En það eru bara smá lagfæringar á því og svo er það búið. Á morgun er svo dekur í Blue lagoon spa, gaman gaman. Ég ætla að svo að nota helgina í hestastúss og eitthvað annað skemmtilegt, svo er það bara að byrja vinna á mánudaginn. Þetta er allt og sumt í bili...