sunnudagur, júní 27, 2004

Deep Purple geðveiki !..!

Við systurnar fórum á Deep Purple tónleika í gær og það var geðveikt. Guð minn góður... Tónlistin var æði og stemmningin mjög góð, þrátt fyrir að það voru innan við 1000 manns þarna í litlum sal. Þegar við mættum á svæðið fannst okkur við vera dálítið utangátta, þar sem 98% af liðinu á tónleikunum voru kallar á fimmtugsaldrinum. Sumir höfðu þó tekið konurnar sína og börnin með. Við vorum sem sagt yngstu og einu stelpurnar þarna sem voru ekki í fylgd foreldra :o) og þar af leiðandi fengum við nokkrar störur. Við vorum samt ekki einu íslendingarnir á svæðinu. En tónleikarnir voru geðveikir og gaman að sjá þá á sviði, gerði mér samt ekki alveg grein fyrir því að þeir væru orðnir svona gamlir. En það sýnir líklega að maður er aldrei of gamall til að rokka !..!

Ég er með meiri fréttir af litlu dúllunni minni, ég fékk myndirnar frá mömmu og pabba í gær og litli drengurinn minn er jarpur, ekki rauður. Og hann er sjúklega sætur, vildi að ég gæti sett mynd af honum inn á síðuna... en þar sem mamma og pabbi gleymdu nýju digital myndavélinni sinni hjá mér þegar þau fóru heim voru myndirnar teknar á gamaldagsmyndavél. Og þar sem ég er fátækur námsmaður þá á ég ekki skanna þannig að þið verðið bara að bíða eftir að sjá litla rassgatið :o)

Núna sitjum við systurnar í afslöppun í sófanum og jöfnum okkur eftir gærkveldi og bíðum eftir Gústa. Hann ætlar að koma í dag og er planið að fara á einhvern sportsbar í kvöld og horfa á leikinn (s.s. Danmörk-Tékkland fyrir ykkur sem hafið jafn brennandi áhuga á fótbolta og ég :o)). Svo er bara Hróarskelda eftir 4 daga, gamangaman :o) Jæja nenni ekki meir í bili, heyri í ykkur seinna...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home