þriðjudagur, júní 08, 2004

Leiðinlegur dagur :o(

Jæja ekki var þetta skemmtilegur dagur... Við tökum kúnna flestalla daga í skólanum og þetta var einn af þeim. Hann byrjaði með litun og plokkun, svo aftur litun og plokkun og hvað haldið þið, aftur litun og plokkun. Loksins kom svo tilbreyting, andlitsbað en dagurinn endaði svo með, hverju haldið þið... litun og plokkun. Fjölbreytilegur dagur, ha? Fúlt líka því ég fæ svo lítið fyrir það að plokka að lita :o( Jæja en dagurinn er þó búin.

Berglind kom og hitti mig upp í skóla og var samferða mér heim. Við skiptum yfir í hjólafötin og skelltum okkur í hjólreiðatúr. Í miðjum hjólreiðatúrnum öskraði hún fyrir aftan mig og hræddi líftóruna úr öllum í kring, mönnum og dýrum. Þá hafði hún hjólað á randaflugu, algjör veganíðingur. Veit hún ekki að þær eru í útrýmingahættu, eða eru það geitungar... nei bara djók :o) Hún verður nú samt að venjast þessum litlu dúllum því annars á hún eftir að hjóla í veg fyrir bíl eða út í á.

Núna er hún að reyna að elda kvöldmat og þetta er eins og að horfa á Mr. Bean elda. Það er eins og hún hafi aldrei stigið fæti inn í eldhús... Agnes hvað á ég að gera, hvar er þetta, af hverju svona osfrv... en hún verður búin að læra þetta áður en sumarið er búið :0)

Hún hefur því miður eða sem betur fer ekki kynnst fjölskyldulífinu hja nágrönnum mínum, sem fengu það skemmtilega viðurnefni, hjá honum Hauk frænda mínum, Tilli og Pompelína. En að hlýtur að koma að því fljótlega því það líður aldrei of langt á milli og það fer ekki framhjá neinum, því guð minn góður hvað gellan getur öskrað ;o)(og það er mjög hljóðbært í húsum í Danmörku!!!! En jæja ég held að maturinn sé að verða tilbúin hjá Mr. Bean þannig að see ya later....

2 Comments:

At 10:45 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Heppin ég að hafa missta af þessu þegar ég var í heimsókn hjá þér!! Aumingja börnin að eiga þetta fyrir foreldra!!!!
kv Halla Sif

 
At 3:56 e.h., Blogger Berglind said...

Ég er svakalega hamingjusöm yfir því að hafa ekki heyrt í Tilla og Pompelínu ennþá og lifi bara í voninni um að heyra aldrei í þeim...Annars vil ég bara segja það að ég er alls ekki jafnslæm í eldhúsinu og Agnes vill meina og ef hún er með e-n svona móral þá getur hún bara eldað sjálf:o)

 

Skrifa ummæli

<< Home