þriðjudagur, mars 25, 2008

Páskarnir búnir :(

og gerði ég nærri því allt sem ég ætlaði að gera. Ég náði samt að klára þau tvö verkefni sem voru á dagskránni yfir páskafríið. Nú þarf ég bara að halda rétt á spilunum fram að prófum. Þið getið giskað í hvað tímann fór í hjá mér um páskanna þar sem hann fór ekki í lærdóm. Jáhá hann fór sko í hestamennskuna en við pabbi erum búin að vera mjög dugleg að ríða út í fríinu. Mamma og pabbi buðu okkur systrunum svo á Bítlatónleikanna og út að borða á Vox. Tónleikarnir voru bara alveg ágætir, þó ég sé nú ekki mikill Bítlaaðdáandi. Það hefði samt mátt sleppa þeim Björgvini Halldórssyni og Eyjólfi Kristjáns. KK sló hins vegar vel í gegn, langbestur þarna. Ekki hef ég nú mikið meira að segja ykkur í bili. Vona að allir hafi haft það gott um páskanna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home