sunnudagur, mars 16, 2008

28 ára :)



jáhá þá er maður orðinn einu árinu eldri :) Ég bauð nokkur góðum gestum í mat í gærkveldi og bauð upp japanskt kjúklingasalat ásamt hvítvíni og bjór. Það var mikið hlegið og talað og svo var spiluð ein umferð í Partý & co. Seinustu gestirnir fórum heim um hálf fimmleytið. Svo var bara um að gera að drífa sig á fætur, ganga frá eftir matarboðinu og gera klárt fyrir kaffiboð handa familíunni sem er eiginlega nýfarin heim. Litlu frændsystkini mín komu og líka nýjasta frænka mín, hún Erna Magnea, þannig að ég dró fram myndavélina.







Hér kemur uppskriftina að kjúklingasalatinu fyrir ykkur sem viljið.
Fyrir 6-8 manns

6-8 bringur, skornar í bita og steiktar á pönnu, og síðan Sweet Chili sósu hellt út á.
2-3 pokar blandað salat, eftir smekk
2 pokar instant núðlur, muldar og ristaðar á pönnu
200 gr möndluflögur, ristaðar á pönnu
2-4 msk sesamfræ, ristuð á pönnu
2 öskjur kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
2 mangó
1 rauðlaukur

Dressing:
1 bolli ólífuolía
1/2 bolli balsamedik
4 msk sykur
4 msk sojasósa
Blandað saman við lágan hita.

Verði ykkur að góðu og takk fyrir mig!!!

2 Comments:

At 3:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

úfff - ég fékk vatn í munninn af því að lesa uppskriftina ... Ekkert smá fúl að hafa misst af þessu ;)

Gott að heyra að það var gaman hjá þér skvísa ...

hlakka til að sjá þig næst

knús

aldís

 
At 7:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mmmm ætla sko pottþétt að gera þetta salat fyrst að ég missti af öllu fjörinu. Páskaknús yfir á klakann

 

Skrifa ummæli

<< Home