sunnudagur, mars 02, 2008

Helgin í hnotskurn

Föstudagurinn var nokkuð hefðbundinn, þannig séð, fyrir utan að ég fór að vinna hjá Intrum yfir daginn þar sem 80% af fyrirtækinu var komið eða var á leiðinni til London á árshátíð. Þegar vinnunni var lokið hélt ég heim á leið í smá chill og svo fór ég og náði í Lady. Við fórum í smá göngu og að gefa hestunum kvöldmat. Við Lady vorum svo einar í húsinu um kvöldið og sat ég þá föst við skrappið og horfði á Barnaby með öðru. Laugardagurinn rann svo í garð með yndislegu veðri þannig að ég ákvað að bjóða frændsystkinum mínum í göngutúr með mér og Lady. Það var mjög fínt, þó að kítingurinn í þeim systkinum geti reynt aðeins á taugarnar. Þau minntu mig pínu á mig og hann Hauk frænda/bróðir á yngri árum. Þegar ég var búin að skila þeim af mér hélt ég í hesthúsið til að moka og gefa. Mig langaði að gera eitthvað skemmtilegt um kvöldið og fórum við Halla út að borða á Café Paris. Það voru mistök sem eyðilögðu næstum kvöldið. Þjónustan var hræðileg og þjónustufólkið frekt og hrokafullt. Ég skil bara ekki hvernig hægt er að reka þjónustufyrirtæki sem svona þjónustu, ég meina eru engir standardar lengur. Ég held að eigindur Café París ættu að taka starfsfólkið sitt alvarlega í gegn. Við, alla vegna eftir að hafa látið starfsfólkið heyra nokkur vel valin orð, strunsuðum út og fórum í ísbúðina í Skeifunni, þar sem við fengum príma þjónustu. Ég, Halla og Erlu tókum svo nokkra Laugara eins og í gamla daga og kjöftuðum. Síðan var haldið heim á leið og þar skrappaði ég aðeins áður en ég skellti mér í háttinn. Dagurinn í dag var svo tekinn í sófanum í afslöppun. Mamma og pabbi komu heim frá London og vorum við systur leystar út með gjöfum. Við eigum svo yndislega foreldra. Nú sit ég hérna og horfi á loka þáttinn í Forbrydelsen og ætla að láta þetta nægja í bili og einbeita mér að imbanum...

1 Comments:

At 10:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ohhh mér langar í ís í skeifunni og taka löbbara!! Sakna ykkar!!

 

Skrifa ummæli

<< Home