miðvikudagur, júní 27, 2007

Tími á nýtt blogg????

Nú er maður búin að vera heima í tæpar 2 vikur, gamangaman... Ég kom heim 17. júní og auðvitað lenti ég í veseni með flugið. Týpískt fyrir mig að lenda í seinkun á flugi og þ.a.l. missti ég af 1 árs afmæli litlu frænku minnar :o( Ég verð bara að reyna að kíkja austur sem fyrst á litlu fjölskylduna, sjá nýja heimilið (sem þau er búin að búa í dáldið langan tíma) og sjá nýjasta ferfætlinginn í fjölskyldunni. Aldrei hefði mér dottið í hug að ég myndi eiga eftir að heimsækja hana Örnu Lind í sveitina eða að hún ætti eftir að eiga hund en maður veit víst aldrei!!! Um kvöldmatarleytið kom stórfjölskyldan heim og það var ekta þjóðhátíðarmatur í kvöldmat. Pabbi grillaði pylsur og hamborgara og fjölskyldan skemmti sér vel. Eftir matinn var heiti potturinn nýttur og heimtaði Sunna María að fara með aba sínum og skemmti sér vel með honum og Addesi frænku.

Á mánudeginum var svo byrjað að vinna :o( en það var fínt. Ég kom hins vegar heim með einhverja flensu pest sem ég virðist ekki vera að ná úr mér þannig að ég byrjaði á að taka mér veikindafrí, mjög gaman þegar maður er nýbyrjaður í vinnu. Fyrstu helgina mína heima ákvað ég að nota í smá road trip og skellti mér vestur í Ólafsvík í heimsókn til ömmu og Ladyar. Það var mjög gott, alltaf gott að vera í Ólafsvíki en á laugardeginum byrjaði ég hins vegar aftur að veikjast. Ég reyndi að hrista það af mér en kl hálf 9 á mánudagskvöldinu gafst ég upp og fór heim úr vinnunni. Það var haldið beint upp á læknavaktina og skipaði ég lækninum að gera eitthvað því ég gæti ekki verið svona. Hann gaf mér pensillín en mér finnst það ekki vera byrjað að virka. Ég fór heim úr vinnunni á hádegi, alveg búin á því, raddlaus og hálfheyrnarlaus. Ég er að verða svo þreytt á þessu, nenni ekki að eyða sumrinu í svona vitleysu. Ég ætla að fara að kúra núna...

laugardagur, júní 16, 2007

Nú er komið að því

... maður er bara á leiðinni heim :o) Því fylgir nú smá söknuður því það er nú alltaf gott að vera í Danmörku en maður á örugglega eftir að koma fljótt aftur þannig að það er nú allt í lagi. Loka prófið á námskeiðinu gekk bara mjög vel og fengum við Vel bestaet í einkunn, sem var hæsta einkunnin, alls ekki slæmt. Um kvöldið var svo haldið afskedsfest og það var mjög gaman. Við fengum æðislegan mat og svo fórum við á hverfiskránna hans Kim Larsens en hann lét ekki sjá sig. Við rifum okkur upp snemma á föstudagsmorguninn og brunuðum inn í Kaupmannahöfn og þegar við vorum búnar að skila bílnum og koma töskunum fyrir var haldið í Fields. Þar tókst mér nú að eyða slatta pening á stuttum tíma. Deginum í dag ætluðum við svo að eyða á Strikinu, sem við gerðum, en það rigndi svo klikkaðslega mikið að við vorum orðnar blautar inn að beini þegar við komum aftur heim og nú nennum við eiginlega ekki út aftur, sem er s.s. ágætt þar sem við þurfum að vera komnar út á völl kl 11 í fyrramálið. Ég ætla að skella inn nokkrum myndum á eftir sem þið getið skoðað og svona til að ljúka þessu þá vil ég segja:

Elsku Halla mín

Innilega til hamingju með útskriftina! Ég vona að þú hafir átt frábæran dag og ennþá æðislegra kvöld ;o)

mánudagur, júní 11, 2007

Loksinsloksins!!!!

Allar einkunnir komnar og skvísan náði barasta öllum prófunum, auðvitað með misjöfnum árangri en þetta hafðist. Hér er hitinn að rjúka upp úr öllu valdi og ég að bráðna :o) Nú líður óðum að því að maður komi heim á klakann, auðvitað brúnn og sætur eins og manni einum er lagið. En með því líður einnig hratt að lokaprófi hérna í kúrsinum en það er á fimmtudaginn :o( en svona er lífið. Við rúllum því upp. Seinasta helgin verður svo í Kaupmannahöfn eins og áður hefur komið fram, en í staðinn fyrir að vera á hótel hefur okkur verið boðið að gista heima hjá gömlu vini hennar Sillu. Það er ágætt, spörum okkur pening þar og getum verslað að eins meir ;o) Ég reyni kannski að henda inn fleiri myndum í vikunni ef það er tækifæri til.

miðvikudagur, júní 06, 2007

NYHEDER!!!

Jæja nú er tími minn er í Danaveldi hálfnaður og óðum líður að heimferð. Áður en ég segi ykkur meira um dvöl mína hér vil ég byrja á að óska honum pabba gamla til hamingju með 50 ára afmælið á sunnudaginn. Trúiði því, kallinn bara orðinn fimmtugur???? Og ég missti af því :o( en ég hringdi nú samt í hann til að óska honum til hamingju með daginn og náði í hann ákkúrat þegar hann var á leið heim af reiðnámskeiðinu sem mútta gaf honum í afmælisgjöf. Hann var ansi kokhraustur eftir þetta helgarnámskeið og er barasta á leið í atvinnumennsku ;o) Annars nóg um það....

Hér er allt búið að vera í frekar rólegum gír. Bara skóli fyrri partinn af deginum og svo hangs seinni partinn. Við erum búnar að fara nokkrar ferðir í bæinn og höfum náð að eyða smá pening, erum samt að reyna að spara okkur fyrir seinustu helgina í Kaupmannahöfn :o) Ég er samt búin að kaupa mér pínulítið af fötum og nokkrar myndir, aðallega danskar en svo datt ég niður á eina af mínum uppáhaldsmyndum og ég stóðst ekki mátið þannig að hún fékk að fljóta með. Þetta er náttúrulega Cry Baby, snilldarmynd með snilldarleikara :o) Við fengum mjög gott veður hérna á afmælisdeginum hans pabba gamla þannig að teppin voru dregin út í garð og það var farið í sólbað. Ég var kannski aðeins of dugleg í sólbaðinu og líkist með stórum humri núna, auk þess sem ég fékk örugglega slæman sólsting þar sem ég eyddi kvöldinu hálf ofan í klósettskálinni, algjör illi. Þar sem ég var frekar slöpp var ég heima í gær og leiddist sjúklega mikið. Það er ekki mikið til afþreyingar hér í sveitinni, einungis ein sjónvarpsstöð og þar sem Silla tók tölvuna með sér gat ég ekki einu sinni horft á dvd :o( En jæja svona gengur þetta bara. Í gær var Grundlovsdag í Danmörku og vorum við bara í skólanum til hádegis. Eftir hádegi fórum við svo að skoða H. C. Andersen hús (sem ég veit hvar er (smá fjölskylduhúmor, nenni ekki að útskýra það)). Get ekki sagt að það hafi verið skemmtilegt, aðeins of langt. Eftir þetta þurfti ég á bjór að halda og settist ég með Sillu og Teng, sem er frá Kína og er með okkur á námskeiðinu, á írskan pub. Þar sátum við þangað til við fórum að hitta restina af liðinu í bíó. Við fórum að sjá nýja danska mynd sem heitir Cecilie, sem by the way var "en gyser film" eða hryllingsmynd. Ekki gott fyrir Agnesi, er alls ekki mikið fyrir svona myndir og fékk nokkrum sinnum fyrir hjartað og var pínu taugaveikluð þegar ég kom út. Myndin var hins vegar mjög góð og get ég mælt með henni ef hún kemur einhvern tímann heim. Jæja þetta er nú allt sem er í fréttum, skrifa kannski aftur seinna og set mögulega inn fleiri myndir.