Nú er komið að því
... maður er bara á leiðinni heim :o) Því fylgir nú smá söknuður því það er nú alltaf gott að vera í Danmörku en maður á örugglega eftir að koma fljótt aftur þannig að það er nú allt í lagi. Loka prófið á námskeiðinu gekk bara mjög vel og fengum við Vel bestaet í einkunn, sem var hæsta einkunnin, alls ekki slæmt. Um kvöldið var svo haldið afskedsfest og það var mjög gaman. Við fengum æðislegan mat og svo fórum við á hverfiskránna hans Kim Larsens en hann lét ekki sjá sig. Við rifum okkur upp snemma á föstudagsmorguninn og brunuðum inn í Kaupmannahöfn og þegar við vorum búnar að skila bílnum og koma töskunum fyrir var haldið í Fields. Þar tókst mér nú að eyða slatta pening á stuttum tíma. Deginum í dag ætluðum við svo að eyða á Strikinu, sem við gerðum, en það rigndi svo klikkaðslega mikið að við vorum orðnar blautar inn að beini þegar við komum aftur heim og nú nennum við eiginlega ekki út aftur, sem er s.s. ágætt þar sem við þurfum að vera komnar út á völl kl 11 í fyrramálið. Ég ætla að skella inn nokkrum myndum á eftir sem þið getið skoðað og svona til að ljúka þessu þá vil ég segja:Elsku Halla mín
Innilega til hamingju með útskriftina! Ég vona að þú hafir átt frábæran dag og ennþá æðislegra kvöld ;o)
4 Comments:
ok nenni ekki að setja inn myndir því netið hér er sjúklega hægt, geri það þegar ég kem heim
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Nenni ekki að setja myndirnar inn tekur of langan tíma...
Skrifa ummæli
<< Home