miðvikudagur, júní 27, 2007

Tími á nýtt blogg????

Nú er maður búin að vera heima í tæpar 2 vikur, gamangaman... Ég kom heim 17. júní og auðvitað lenti ég í veseni með flugið. Týpískt fyrir mig að lenda í seinkun á flugi og þ.a.l. missti ég af 1 árs afmæli litlu frænku minnar :o( Ég verð bara að reyna að kíkja austur sem fyrst á litlu fjölskylduna, sjá nýja heimilið (sem þau er búin að búa í dáldið langan tíma) og sjá nýjasta ferfætlinginn í fjölskyldunni. Aldrei hefði mér dottið í hug að ég myndi eiga eftir að heimsækja hana Örnu Lind í sveitina eða að hún ætti eftir að eiga hund en maður veit víst aldrei!!! Um kvöldmatarleytið kom stórfjölskyldan heim og það var ekta þjóðhátíðarmatur í kvöldmat. Pabbi grillaði pylsur og hamborgara og fjölskyldan skemmti sér vel. Eftir matinn var heiti potturinn nýttur og heimtaði Sunna María að fara með aba sínum og skemmti sér vel með honum og Addesi frænku.

Á mánudeginum var svo byrjað að vinna :o( en það var fínt. Ég kom hins vegar heim með einhverja flensu pest sem ég virðist ekki vera að ná úr mér þannig að ég byrjaði á að taka mér veikindafrí, mjög gaman þegar maður er nýbyrjaður í vinnu. Fyrstu helgina mína heima ákvað ég að nota í smá road trip og skellti mér vestur í Ólafsvík í heimsókn til ömmu og Ladyar. Það var mjög gott, alltaf gott að vera í Ólafsvíki en á laugardeginum byrjaði ég hins vegar aftur að veikjast. Ég reyndi að hrista það af mér en kl hálf 9 á mánudagskvöldinu gafst ég upp og fór heim úr vinnunni. Það var haldið beint upp á læknavaktina og skipaði ég lækninum að gera eitthvað því ég gæti ekki verið svona. Hann gaf mér pensillín en mér finnst það ekki vera byrjað að virka. Ég fór heim úr vinnunni á hádegi, alveg búin á því, raddlaus og hálfheyrnarlaus. Ég er að verða svo þreytt á þessu, nenni ekki að eyða sumrinu í svona vitleysu. Ég ætla að fara að kúra núna...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home