NYHEDER!!!
Jæja nú er tími minn er í Danaveldi hálfnaður og óðum líður að heimferð. Áður en ég segi ykkur meira um dvöl mína hér vil ég byrja á að óska honum pabba gamla til hamingju með 50 ára afmælið á sunnudaginn. Trúiði því, kallinn bara orðinn fimmtugur???? Og ég missti af því :o( en ég hringdi nú samt í hann til að óska honum til hamingju með daginn og náði í hann ákkúrat þegar hann var á leið heim af reiðnámskeiðinu sem mútta gaf honum í afmælisgjöf. Hann var ansi kokhraustur eftir þetta helgarnámskeið og er barasta á leið í atvinnumennsku ;o) Annars nóg um það....Hér er allt búið að vera í frekar rólegum gír. Bara skóli fyrri partinn af deginum og svo hangs seinni partinn. Við erum búnar að fara nokkrar ferðir í bæinn og höfum náð að eyða smá pening, erum samt að reyna að spara okkur fyrir seinustu helgina í Kaupmannahöfn :o) Ég er samt búin að kaupa mér pínulítið af fötum og nokkrar myndir, aðallega danskar en svo datt ég niður á eina af mínum uppáhaldsmyndum og ég stóðst ekki mátið þannig að hún fékk að fljóta með. Þetta er náttúrulega Cry Baby, snilldarmynd með snilldarleikara :o) Við fengum mjög gott veður hérna á afmælisdeginum hans pabba gamla þannig að teppin voru dregin út í garð og það var farið í sólbað. Ég var kannski aðeins of dugleg í sólbaðinu og líkist með stórum humri núna, auk þess sem ég fékk örugglega slæman sólsting þar sem ég eyddi kvöldinu hálf ofan í klósettskálinni, algjör illi. Þar sem ég var frekar slöpp var ég heima í gær og leiddist sjúklega mikið. Það er ekki mikið til afþreyingar hér í sveitinni, einungis ein sjónvarpsstöð og þar sem Silla tók tölvuna með sér gat ég ekki einu sinni horft á dvd :o( En jæja svona gengur þetta bara. Í gær var Grundlovsdag í Danmörku og vorum við bara í skólanum til hádegis. Eftir hádegi fórum við svo að skoða H. C. Andersen hús (sem ég veit hvar er (smá fjölskylduhúmor, nenni ekki að útskýra það)). Get ekki sagt að það hafi verið skemmtilegt, aðeins of langt. Eftir þetta þurfti ég á bjór að halda og settist ég með Sillu og Teng, sem er frá Kína og er með okkur á námskeiðinu, á írskan pub. Þar sátum við þangað til við fórum að hitta restina af liðinu í bíó. Við fórum að sjá nýja danska mynd sem heitir Cecilie, sem by the way var "en gyser film" eða hryllingsmynd. Ekki gott fyrir Agnesi, er alls ekki mikið fyrir svona myndir og fékk nokkrum sinnum fyrir hjartað og var pínu taugaveikluð þegar ég kom út. Myndin var hins vegar mjög góð og get ég mælt með henni ef hún kemur einhvern tímann heim. Jæja þetta er nú allt sem er í fréttum, skrifa kannski aftur seinna og set mögulega inn fleiri myndir.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home