laugardagur, ágúst 28, 2004

Allt við það sama

hérna í Danaveldi. Rigningin heldur áfram að streyma niður og það er greinilega að koma haust hérna því það verður bara kaldara og kaldara. Ég er að fara í fyrsta prófið mitt núna í september, en það er bara í þessari svokallaðri förðun sem við lærum hér þannig að það er ekkert mikið til að hafa áhyggjur af. Ég er að reyna að vera dugleg að lesa og læra, gengur svona hægt og rólega. Enda þarf maður öðru hvoru að flétta í orðabókinni, en það hefur sem betur fer minnkað eftir því sem ég les meira. Mamma, Berglind, Arna Lind og Ósk frænka eru að koma að heimsækja mig í október og er ég farin að telja niður. Ég er búin að panta tíma handa þeim í dekur upp í skóla og ætla svo að taka mér frí eftir hádegi þannig að við getum gert e-ð skemmtilegt, jey :o) Svo á að skíra litla sæta frænda minn í byrjun september, mig hlakkar til að vita hvað hann á að heita. Mér þykir verst að geta ekki verið þar, en ég verða að láta mér nægja að senda honum skírnargjöf. Munið eftir að ég sagði ykkur frá nýju nöglunum mínum, jæja þær entust ekki lengi. Daginn eftir brotnuðu þær allar af... Ég ætla að skella mér í naglaskólann heima þegar ég flyt heim þannig að ég geti gert almennilegar gervineglur. En jæja eins og ég sagði þá hefur ekki mikið skeð í mínu lífi undanfarið.... Vona að það sé allt gott að frétta hjá ykkur :o)

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Rigning, rigning og meiri rigning...

Ég verð að segja að enginn varaði mig við því að ég væri að flytja í land rigningarinnar. Ég get svo svarið fyrir það að það rignir meira hérna en heima á Íslandi, nú er t.d. búið að rigna síðan á miðvikudaginn í síðustu viku og í dag er bara rok með. Danir myndu þó örugglega kalla þetta óveður :o) Jæja maður er nú ekki mikið á ferðinni í rigningunni, þannig að það eru nú ekki stórar fréttirnar héðan. Það er eiginlega bara skólinn og svo heim. Í dag lærðum við að gera gelneglur, gamangaman, þannig að ég er aftur komin með gervineglur. Og fyrir ykkur sem eruð búin að vera forvitin um afdrif systur minnar þá get ég sagt ykkur að hún er komin heim, þreytt en kát. Enda búin að vera á fyllerí í 2 vikur, hún á örugglega eftir að skrifa þetta inn á bloggið sitt þannig að kíkið endilega á hana... Skrifa aftur seinna, vonandi með meiri fréttir en bara veðrið...

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Hvurs lags kvart og kvein...

er þetta... Haldið þið að ég hafi ekkert annað að gera en að blogga??? Nei bara grín, ég lenti í vandræðum með símatengið mitt og er því búin að vera síma og netlaus seinustu daga. Gamangaman :o) en Lars var að yfirgefa placið eftir að hafa lagað þetta fyrir mig. Þannig að hér eru nýjustu fréttir. Skólinn er byrjaður aftur og Berglind farin eins og kom fram í seinasta bloggi að mig minnir. Ég byrjaði nú strax á því að taka mér meira frí úr skólanum og skellti mér til Noregs að heimsækja Herdísi frænku og fjölskyldu. Mamma og Arnar Freyr voru þar líka, það æðislega gaman að hitta alla. Strákarnir höfðu báðir stækkað helling síðan ég sá þá seinast og þeir voru jafn fjörugir og alltaf. Osló er æðislega sæt borg og ég hefði kannski átt að flytja þangað frekar þar sem allir halda að ég sé norsk þegar ég tala dönsku. Ég naut alla vegna dvalarinnar mjög, fékk reyndar smá heimþrá eða reyndar jókst hún aðeins við að upplifa svona fjölskyldulíf. Við mamma fórum með Herdísi og Arnar Frey að versla smá (það getur verið gott að taka mömmu með í verslunarleiðangur ;o)). Sunnudagurinn var svo meira handa strákunum og fórum við í skemmtigarð sem er skammt frá. Ég var dregin í tvo rússíbana, vatnsrússíbana. Ég er bara að verða algjör adrenalínfíkill eða þannig. Fyrri rússíbaninn var ekkert svo slæmur, en sá seinni sem Gæi senda mig eina í með Arnar Freyr var svona pínu ógnvekjandi en sem betur fer ekki mjög langur. Hann fór dálítið hátt upp, svo var lítil en brött brekka og aftur upp áður en stóra bratta brekkan kom. Sú fór beint inn í göng og mér fannst eins og við myndum skella á vegginn og eftir þessa hjartastoppandi lífsreynslu endaði vagninn út í vatni og við fengum gusuna yfir okkur. Ég var rennandi blaut og skjálfandi á beinunum eftir þetta, hafði þó lúmsk gaman að þessu og Arnar Freyr skemmti sér stórvel, sem var fyrir öllu. Dagurinn var alveg frábær og allir nutu sín í botn. Verst var að ég þurfti að fara heim á mánudeginum, en jæja svona er lífið :o)

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Ein á ný :o(

Jæja þá er maður aftur einn í útlöndunum. Dálítið skrítið get ég sagt ykkur, sérstakleg þegar það var kominn tími á svefninn. Maður þarf að venjast þessu en óþarfi að stressa sig á því. Berglind fór heim alveg á réttum tíma, akkúrat þegar sumarið kom. Meiri vitleysingurinn, ha. Það er massa gott veður núna, alveg molla í garðinum mínum. Ég settist út eftir skóla með bókina mína og naut veðursins, ég hafði hins vegar ekki mikið þol í sólinni. En eins og þið vitið flest þá er ég nú ekki mjög góð í miklum hita :o(, ég þraukaði nú samt í klukkutíma. Mig vantar sundbolinn minn, þá gæti ég skellt mér í laugina með Vöku. Ég hugsa að ég láti mömmu koma með hann til Noregs en þangað er ég að fara á fimmtudaginn til að hitta mömmu, Arnar Frey, Herdísi, Gæja og Axel. Það verður gaman, sérstaklega að sjá strákanna. Þeir hafa örugglega stækkað slatta síðan ég sá þá síðast. En annars hefur nú ekki mikið skeð síðan systa fór heim þ.e. í gær ;o) Skólinn byrjaði á ný í gær, ég hefði þó verið til í aðeins lengra frí sérstaklega út af veðrinu, en jæja við getum ekki fengið allt. Ég vona að allir hafi skemmt sér vel um verslunarmannahelgina, sérstaklega þeir sem fóru á þjóðhátíð (í vonda veðrinu). Næst verður sagt frá Noregsferðinni. Bæjó...