þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Ein á ný :o(

Jæja þá er maður aftur einn í útlöndunum. Dálítið skrítið get ég sagt ykkur, sérstakleg þegar það var kominn tími á svefninn. Maður þarf að venjast þessu en óþarfi að stressa sig á því. Berglind fór heim alveg á réttum tíma, akkúrat þegar sumarið kom. Meiri vitleysingurinn, ha. Það er massa gott veður núna, alveg molla í garðinum mínum. Ég settist út eftir skóla með bókina mína og naut veðursins, ég hafði hins vegar ekki mikið þol í sólinni. En eins og þið vitið flest þá er ég nú ekki mjög góð í miklum hita :o(, ég þraukaði nú samt í klukkutíma. Mig vantar sundbolinn minn, þá gæti ég skellt mér í laugina með Vöku. Ég hugsa að ég láti mömmu koma með hann til Noregs en þangað er ég að fara á fimmtudaginn til að hitta mömmu, Arnar Frey, Herdísi, Gæja og Axel. Það verður gaman, sérstaklega að sjá strákanna. Þeir hafa örugglega stækkað slatta síðan ég sá þá síðast. En annars hefur nú ekki mikið skeð síðan systa fór heim þ.e. í gær ;o) Skólinn byrjaði á ný í gær, ég hefði þó verið til í aðeins lengra frí sérstaklega út af veðrinu, en jæja við getum ekki fengið allt. Ég vona að allir hafi skemmt sér vel um verslunarmannahelgina, sérstaklega þeir sem fóru á þjóðhátíð (í vonda veðrinu). Næst verður sagt frá Noregsferðinni. Bæjó...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home