fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Rigning, rigning og meiri rigning...

Ég verð að segja að enginn varaði mig við því að ég væri að flytja í land rigningarinnar. Ég get svo svarið fyrir það að það rignir meira hérna en heima á Íslandi, nú er t.d. búið að rigna síðan á miðvikudaginn í síðustu viku og í dag er bara rok með. Danir myndu þó örugglega kalla þetta óveður :o) Jæja maður er nú ekki mikið á ferðinni í rigningunni, þannig að það eru nú ekki stórar fréttirnar héðan. Það er eiginlega bara skólinn og svo heim. Í dag lærðum við að gera gelneglur, gamangaman, þannig að ég er aftur komin með gervineglur. Og fyrir ykkur sem eruð búin að vera forvitin um afdrif systur minnar þá get ég sagt ykkur að hún er komin heim, þreytt en kát. Enda búin að vera á fyllerí í 2 vikur, hún á örugglega eftir að skrifa þetta inn á bloggið sitt þannig að kíkið endilega á hana... Skrifa aftur seinna, vonandi með meiri fréttir en bara veðrið...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home