miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Hvurs lags kvart og kvein...

er þetta... Haldið þið að ég hafi ekkert annað að gera en að blogga??? Nei bara grín, ég lenti í vandræðum með símatengið mitt og er því búin að vera síma og netlaus seinustu daga. Gamangaman :o) en Lars var að yfirgefa placið eftir að hafa lagað þetta fyrir mig. Þannig að hér eru nýjustu fréttir. Skólinn er byrjaður aftur og Berglind farin eins og kom fram í seinasta bloggi að mig minnir. Ég byrjaði nú strax á því að taka mér meira frí úr skólanum og skellti mér til Noregs að heimsækja Herdísi frænku og fjölskyldu. Mamma og Arnar Freyr voru þar líka, það æðislega gaman að hitta alla. Strákarnir höfðu báðir stækkað helling síðan ég sá þá seinast og þeir voru jafn fjörugir og alltaf. Osló er æðislega sæt borg og ég hefði kannski átt að flytja þangað frekar þar sem allir halda að ég sé norsk þegar ég tala dönsku. Ég naut alla vegna dvalarinnar mjög, fékk reyndar smá heimþrá eða reyndar jókst hún aðeins við að upplifa svona fjölskyldulíf. Við mamma fórum með Herdísi og Arnar Frey að versla smá (það getur verið gott að taka mömmu með í verslunarleiðangur ;o)). Sunnudagurinn var svo meira handa strákunum og fórum við í skemmtigarð sem er skammt frá. Ég var dregin í tvo rússíbana, vatnsrússíbana. Ég er bara að verða algjör adrenalínfíkill eða þannig. Fyrri rússíbaninn var ekkert svo slæmur, en sá seinni sem Gæi senda mig eina í með Arnar Freyr var svona pínu ógnvekjandi en sem betur fer ekki mjög langur. Hann fór dálítið hátt upp, svo var lítil en brött brekka og aftur upp áður en stóra bratta brekkan kom. Sú fór beint inn í göng og mér fannst eins og við myndum skella á vegginn og eftir þessa hjartastoppandi lífsreynslu endaði vagninn út í vatni og við fengum gusuna yfir okkur. Ég var rennandi blaut og skjálfandi á beinunum eftir þetta, hafði þó lúmsk gaman að þessu og Arnar Freyr skemmti sér stórvel, sem var fyrir öllu. Dagurinn var alveg frábær og allir nutu sín í botn. Verst var að ég þurfti að fara heim á mánudeginum, en jæja svona er lífið :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home