laugardagur, ágúst 28, 2004

Allt við það sama

hérna í Danaveldi. Rigningin heldur áfram að streyma niður og það er greinilega að koma haust hérna því það verður bara kaldara og kaldara. Ég er að fara í fyrsta prófið mitt núna í september, en það er bara í þessari svokallaðri förðun sem við lærum hér þannig að það er ekkert mikið til að hafa áhyggjur af. Ég er að reyna að vera dugleg að lesa og læra, gengur svona hægt og rólega. Enda þarf maður öðru hvoru að flétta í orðabókinni, en það hefur sem betur fer minnkað eftir því sem ég les meira. Mamma, Berglind, Arna Lind og Ósk frænka eru að koma að heimsækja mig í október og er ég farin að telja niður. Ég er búin að panta tíma handa þeim í dekur upp í skóla og ætla svo að taka mér frí eftir hádegi þannig að við getum gert e-ð skemmtilegt, jey :o) Svo á að skíra litla sæta frænda minn í byrjun september, mig hlakkar til að vita hvað hann á að heita. Mér þykir verst að geta ekki verið þar, en ég verða að láta mér nægja að senda honum skírnargjöf. Munið eftir að ég sagði ykkur frá nýju nöglunum mínum, jæja þær entust ekki lengi. Daginn eftir brotnuðu þær allar af... Ég ætla að skella mér í naglaskólann heima þegar ég flyt heim þannig að ég geti gert almennilegar gervineglur. En jæja eins og ég sagði þá hefur ekki mikið skeð í mínu lífi undanfarið.... Vona að það sé allt gott að frétta hjá ykkur :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home