laugardagur, apríl 12, 2008

Aðeins of mikill dugnaður

Ég var eitthvað slöpp á mánudeginum seinasta en skellti mér samt í skólann og svo í ræktina, hélt að það myndi bara hressa mig. Mér var hins vegar svo kalt allan tímann í ræktinni, langaði helst að fara í sjóðandi heita sturtu og hreiðra svo um mig inn í flísteppi. Þetta gerði ég um leið og ég kom og reis ekki úr rekkju fyrr en seinni partinn á miðvikudaginn, fékk einhverja magapest. Ég missti því af ræktinni á miðvikudeginu og ákvað að bæta það upp á fimmtudeginum. Ég skellti mér í ræktina, tók hörku æfingu í c.a. 1 1/2 klst og fór svo að sækja Aldísi vinkonu. VIð fórum og fengum okkur hollan hádegisverð áður en við héldum í göngutúr með Lady. Hún var líka búin á hörkuæfingu í ræktinni en samt skelltum við okkur í næstum klst göngu. En dagurinn var ekki búinn hér, ó nei. Þegar ég var búin að keyra Aldísi heim og skila Lady af mér, fór ég í hesthúsið enda minn dagur til að moka og gefa. Ég skellti mér einnig í reiðtúr á honum Víði mínum þvú verðrið var svona voða fínt. Eftir því sem leið svo á kvöldið fór ég að finna meira og meira til í líkamanum. Ég vaknaði svo um nóttina með svaka verk í hnénu auk þess að það var stokkbólgið. Núna er ég því að reyna að hvíla það eins og ég get ásamt því að nota bólgueyðandi og kælipoka á hnéð, þýðir ekkert að vera með of mikinn aumingjaskap því það er ræktin á mánudaginn.

1 Comments:

At 7:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

já esskan- verður að passa þig að fara ekki of hratt :) Samt frábært hvað þú ert dugleg

 

Skrifa ummæli

<< Home