sunnudagur, apríl 20, 2008

Leti og leiðindi

...búið að vera þema helgarinnar. Ég er búin að vera í einhverju massa leiðinda og letistuði um helgina. Ég ætlaði að vera úber dugleg og fara á hlöðuna, ná í heimildir og byrja á þeim 2 lokaverkefnum sem ég þarf að gera.... en þið giskið rétt, það varð ekkert úr þessum plönum mínum. Ég verð því að rífa mig upp á rassinum á morgun og leggjast í bækurnar, sem ég ætla að gera. Ég ætla að hitta Aldísi á hlöðunni og læra með henni þegar ég er búin að fara í ræktina og hitta járningarmanninn í hesthúsinu, það er nefnilega komið að járningu hjá hestalingunum mínum. Pabba stakk náttúrulega aftur af úr landinu og ég þurfti því að sjá ein um gjafirnar, sem er ekki neitt mál nema... hann Gáski er nýkominn í bæinn og þegar ég var að hleypa hestunum inn til að gefa þeim ákvað hann að skella sér í skoðunarferð um hesthúsin og stakk sér undir keðjuna. Ég þurfti því að hlaupa af stað til að ná honum áður en hann týndist í borginni. Allt fór betur en á horfðist. Þar sem ég eyddi ekki tímanum í lærdóm varð ég að finna mér eitthvað að gera og fyrir valinu varð skrapp, sem var gaman því það er dáldið langt síðan ég hef gefið mér tíma í það. Ég held ég verð samt að hætta þessu núna og skella mér í smá göngutúr með voffann minn....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home