miðvikudagur, apríl 30, 2008

Smá update af mínu æsispennandi lífi

Jæja það sem hefur gerst síðan síðast...

1. búin að vera læra læra læra
2. þess á milli er ég í ræktinni, út að labba með hundinn eða í hesthúsinu
3. eyddi smá quality time með litla frænda
4. fór í bónus, hitti litlu frændssystkini mín þar fyrir utan og þau fóru með mér. Steinunn Eva sat í kerrunni hjá mér og það var kona þar sem starði svo á okkur. Á endanum spurði hún hvort ég hefði ekki átt heima í Arahólum 4 á 5tu hæð. Ég sagði jú og þá sagði hún að hún kannaðist eitthvað við svipinn en kveikti ekki á perunni fyrr en hún horfði á dóttur mína. Ég náttúrulega útskýrði að Steinunn væri nú bara frænka mín en það væri alltaf sagt að hún væri alveg eins og Berglind systir. Mjög skemmtileg bónus ferð þar!!!
5. Kynntist mjög fínni danskri stelpu í gegnum Aldísi vinkonu, þessi danska ætlar að verða yfirlesari hjá mér. Mjög fínt
6. Eignaðist litla frænku. Til hamingju Guðrún, Ásgeir og Þórhildur með litlu prinsessuna
7. Búin að liggja í rúminu í nokkra daga núna, mjög gaman eða þannig. Ofan á það bættist að Rósa frænka kom í heimsókn, hún velur alltaf besta tímann!!! Auk þess þurfti ég að læra... dead line á lokaverkefnum og svollis
8. Skellti mér á hestbak áðan með pabba gamla þrátt fyrir veikindin, komin með ógeð að hanga inni. Fór á hana Urði mína og tók hann Gáska litla í taum, það fór allt í vitleysu en reddaðist á endanum og þótt við pabbi lögðum af stað á sama tíma, komum við ekki heim á sama tíma og fórum alls ekki sömu leiðina. Eins og ég sagði það fór allt í vitleysu, missti Gáska, merin var leiðinleg og ég sagði pabba bara að fara á undan. Við þríeykið komumst loks aftur af stað og þá gekk allt mikið betur.
9. Náði að klára fyrra lokaverkefnið þegar ég kom heim, þarf núna að undirbúa kynningu á því sem ég á að halda á mánudaginn
10. Skrifaði þetta blogg

Þetta er allt og sumt í bili

1 Comments:

At 9:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nóg að gera greinilega hjá þér :) Gangi þér vel á lokasprettinum

 

Skrifa ummæli

<< Home