sunnudagur, júlí 11, 2004

Jæja ég gleymdi

...að segja ykkur frá ýmsu sem skeði fyrir og á Hróarskeldu. Til að byrja með þá eignaðist ég æðislega sæta frænku í maí, sem var skírð Þórhildur Elín. Hún er algjört rassgat og hlakkar mig mjög mikið til að fara heim í desember og geta knúsað hana :o)

Hróarskelda með Berglindi og Gústa, það er sko upplifun. Berglind var þó mun skárri en hann Ágúst okkar. Hún var þó ekki kvartandi allan tímann yfir kömrunum, pöddunum, rigningunni og leðjunni. Gústi hafði greinilega ekki farið í margar útilegurnar fyrir þessa og ætlar að ég held ekki aftur. Hann sat inn í tjaldinu með skóinn sinn og kramdi allar pöddur sem skriðu í átt að tjaldinu. Berglind vakti hins vegar mikla athygli meðal karlmanna á svæðinu. Þeir hreinlega stoppuðu og störðu á hana þegar hún labbaði fram hjá. Bara til að taka eitt dæmi þá sátum við á einum tónleikunum og Berglind fór til að kaupa drykki. Það kom norðmaður og spurði hvort hann mætti setjast en maður sem sat við hliðina á Berglind sagði að hann gæti það ekki því það sæti "very nicelooking girl" þarna. Berglind á örugglega eftir að halda því fram að ég sé að ljúga eins og venjulega, en þið getið bara spurt Gústa. Jæja ekki meir um það, ég þarf að búa með henni næsta mánuðinn þannig að það er best að hafa hana góða.

Við fengum svo aðrar æðislegar fréttir í gær, fengum lítinn frænda sem lét reyndar bíða eftir sér. Hann átti að koma 4.júlí og við biðum alla Santana tónleikanna eftir sms að hann væri kominn en hann var ekkert að flýta sér í heiminn. Ég er að bíða núna eftir myndum af sætasta sætasta frænda mínum, þannig að ég nenni ekki að segja ykkur meir enda ekki mikið skeð síðan við komum heim.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home