Við fórum til Kaupmannahafnar
og það var drullukalt, ekta haustveður í miðjum júlí. Útlendingarnir í Kaupmannahöfn litu út eins og útlendingarnir heima, eitthvað sem maður átti ekki von á hérna í Danmark um mitt sumar. Ég er alla vegna orðin drulluþreytt á þessari endalausu rigningu og kulda hérna, hefði alveg eins getað verið heima á Íslandi ef veðrið heldur svon áfram. En jæja nóg væl um það. Dagurinn var æðislegur þrátt fyrir kuldann. Við röltum í rólegheitunum niður strikið og versluðum aðeins. Þegar við vorum búnar að eyða smá pening í föt og skó (handa mér, ekki Berglindi) þá strolluðum við niður í Nyhavn og fengum okkur smá snarl. Við ákváðum að taka svo eina svona túristasiglingu, aðallega fyrir mig þar sem Berglind var búin að fara tvisvar áður. Við skemmtum okkur mjög vel og á eftir röltum við til baka í gegnum strikið. Við fengum okkur svo að borða á City rock og kokteil og ís, rúlluðum næstum því út. Við þurftum hins vegar að hanga í smá tima eftir lestinni þannig að við gengum eiginlega bara í hringi. Við vorum dálítið þreyttar eftir langan en góðan dag. Núna erum við bara að bíða eftir afmælinu hennar Berglindar, sem er á laugardaginn og svo á mánudaginn náum við í bílaleigubílinn, sem við verðum með í viku. Ætlum að flækjast eitthvað um Jótland og gista á B&Bs. Það verður æðislegt. Segi ykkur frá því seinna.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home