miðvikudagur, júlí 28, 2004

Ég veit það er langt síðan síðast en...

við erum búnar að vera að flækjast um Danmörku seinustu daga, aðallega Jótland.   Við sóttum bílinn á mánudaginn í seinustu viku og þá var lagt í hann.  Við ætluðum yfir á Samso en það var fullt í bátinn þannig að sú áætlun fór í vaskinn.  Nú þurfti hugsa upp nýtt plan þannig að við ákváðum að notast við þriðjudagsplanið og finna nýtt plan fyrir þriðjudaginn.  Við fórum því í Silkeborg og á Himmelbjerget, sem að ég verð að segja var ekkert svo merkilegt.  Við fórum svo inn í Árhús og fengum okkur að borða á Pizza Hut, sem stóðst ekki væntingar.  Svo byrjuðum við að leita að gistiheimilinu, en það var rétt fyrir utan Árhús, það gekk ekkert alltof vel.  Við fundum það samt á endanum og var það dálítið eins og fangelsi, en það gegndi hlutverki sínu og ég náði að hvíla mig fyrir næsta dag.  Á þriðudeginum keyrðum við alla leiðina upp á Skagen, þar sem við nutum blíðunnar á ströndinni, og svo keyrðum við aftur til baka.  Við áttum gistingu í Álaborg, sem er mjög falleg borg eins og reyndar allir bæjirnir og borgirnar sem við keyrðum í gegnum.  Á miðvikudeginum keyrðum við svo niður meðfram suðurströndinni til Esbjerg og stoppuðum þar og fengum okkur kvöldmat.  Eftir það keyrðum við heim enda langbest að sofa í sínu eigin rúmi, auk þess þurftum við að vakna snemma til að keyra inn í Kaupmannahöfn til að sækja Ölmu Rut og Örnu vinkonur Berglindar.  Við fórum beint að flugvellinum inn í Fields sem er risastór verslunarmiðstöð og náðum við allar, nema Berglind, að eyða smá pening þar ;o)  Það er svo gaman að eyða pening...  Allir voru frekar þreyttir eftir daginn og tókum við því bara rólega á fimmtudagskvöldið.  Á föstudeginum flæktumst við svo aðeins um Óðinsvé og skelltu stelpurnar sér svo á djammið um kvöldið.  Við vorum búnar að sitja hérna, fá okkur í glas og svo var klukkan bara allt í einu orðin 1 og ég var enn í kósý fötunum mínum og átti eftir að fara í sturtu.  Ég var ekki alveg að nenna að fara að hafa mig til kl 1, þannig að ég sendi þær á djammið án mín en þær voru ekki lengi, voru komnar heim kl 4.  Ekki varð nú mikið úr laugardeginum, fórum við í göngutúr og svo var bara slappað af um kvöldi.  Á sunnudeginum fórum við í Legoland, gamangaman...  Og ég fór í rússíbanann og ef þið trúið mér ekki þá á ég mynd :o)  Á mánudeginum keyrðum við svo stelpurnar inn í Kaupmannahöfn, skiluðum bílnum og röltum strikið.  Við fórum svo í tívolíið og skemmtum okkur stórvel, fórum í nokkur tæki og svona.  Við lögðum þó ekki í turninn, nema Alma Rut og hún fór ein, og nýja rússíbanann, sem enginn fór í þótt Ölmu Rut langaði.  Við systurnar tókum lestina svo heim og skildum stelpurnar eftir inn í Kaupmannahöfn.  Berglind var lasin og naut því ekki lestarferðarinnar.  Við tókum daginn í gær í algjöra afslöppun, sem sagt úr rúminu í sófann og svo aftur í rúmið.  Jæja ekki er það meira í bili, vona að þið séuð búin að hafa það gott...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home