þriðjudagur, maí 29, 2007

Myndir komnar

Albúmin heita Óðinsvé 1 og 2

Hvítasunnuhelgin

kom og fór án nokkurra stór atburða. Það rigndi hér í Danmörku alla helgina og nenntum við lítið annað að gera en að glápa á imbann og föndra. Ég fór nú samt, á milli regntúra, í smá göngu til að hressa mig við :o) Við drifum okkur loksins í að taka nokkrar myndir og ætla ég að skella þeim inn á netið á eftir. En ætla að maður verði ekki að fara að fylgjast með kennaranum :o)

fimmtudagur, maí 24, 2007

Danmörk

Jæja nú er skvísan komin til Danmerkur. Við lentum á Kastrup á hádegi á þriðjudaginn og þá var náð í bílinn og brunað til Hasmark, en við leigðum hús þar. Okkur gekk ágætlega að finna placið en fengum samt pínu tilfelli. Þetta er eldgamall bóndabær, sem reyndar var gerður upp fyrir 50-60 árum, en allt inni í húsinu er hannað fyrir dverga, t.d. nær baðvaskurinn mér c.a. upp á miðlæri og ég þarf að snúa mér á hvolf til að drekka úr krananum. Við mættum svo úrvinda af þreytu á brautarstöðina til að hitta tvo af kennurunum sem eru með námskeiðið og þeir buðu okkur út að borða. Það er mjög gaman að vera komin "heim" aftur. Eftir matinn tókum við svo rúnt í háskólann bara til að vera öruggar um að finna hann morguninn eftir og haldið þið bara ekki að skvísan hafi ratað :) Miðvikudaginn mættum við svo um tíu og það var farið í útsýnisrúnt um skólann. Hann mjög stór og miklu flottari en háskólinn heima, þvílíkur lúxus ef skólinn heima væri svona þá sæi maður sko ekkert eftir "skráningargjöldunum". Eftir hádegi fórum við svo í fyrsta fyrirlesturinn hjá einum prófessornum í skólanum, hann er algjör snilld. Þetta er gamall karl, fullskeggjaður og mjög danskur. Hann verður mjög mikið með okkur og kennir okkur allt um danskar bókmenntir. Við röltum göngugötuna eftir skólann, keyptum okkur sólarvörn og fengum okkur danskt símanr. Þegar við komum svo aftur í Hasmark skelltum við okkur í göngutúr um sveitina. Ég ætla að reyna að setja myndir inn á myndasíðuna mína ef ég man notendanafnið og aðgangsorðið. Ég ætla líka að reyna að vera dugleg að setja færslur inn á þetta blessaða blogg ;o)

mánudagur, maí 14, 2007

Sumarfrí :o)

Loksins loksins... Prófin búin en vantar enn einkunnir, úr 4 af 5 fögum. Ég náði málfræðinni, sem ég er auðvitað mjög ánægð með það og vonandi gengu hinir áfangarnir jafnvel. Nú er bara vika í Danmörku og ég er farin að hlakka sjúklega mikið til. Á laugardaginn fór ég með Höllu í mat hjá vinkonu hennar og horfa á Eurovision. Það var mjög gaman, þær ákváðu að fara í drykkjuleik yfir stigagjöfinni. Við völdum hver okkur land til að halda með og í hvert skipti sem okkar land fékk stig þuftum við að drekka, sem skipti litli fyrir mig þar sem ég var að drekka kók auk þess sem ég hélt með Finnlandi. Ein sem var í partýinu hélt hins vegar með Serbíu og þurfti því að drekka dálítið mikið. Stelpurnar héldu svo í bæinn á Nasa en ég fór bara heim, þar sem ég var öll að fyllast af kvefi og er eiginlega búin að liggja í rúminu síðan. Ég ætla samt í vinnuna þar sem ég er nú búin að vera í löngu prófafríi og er hitalaus. Annars er ég frekar fúl yfir kosningunum, var að vonast eftir nýrri ríkisstjórn :o) og ekki virðist sem að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að hlusta á vilja kjósenda um að losa sig við Framsóknarflokkinn :@ Hvað á maður að gera við svona þverhausa???? og þessa vitleysingja sem kjósa þá aftur og aftur????

sunnudagur, maí 06, 2007

Smá update

Jæja eftir að vera búin að vera innilokuð síðan skóla lauk er nú ekki mikið í fréttum hér. Góðu fréttirnar eru þó að ég er búin með 3 próf af 4 og búin að fá einkunn úr einu og ég náði, jey. Næsta próf er þó ekki fyrr en á föstudaginn og er ég því bara búin að vera í chilli síðan ég lauk seinasta prófi, sem ég by the rúllaði upp :o) Eftir að hafa lokað augunum yfir öllu rykinu og drullunni hérna heima fór ég loksins í það að þrífa placið og er nú allt hreint og fínt. Ég fékk einhvern rosakraft og henti út gamla sófanum og setti nýja sófann saman, hörkudugleg skvísa... Á laugardeginum fór ég svo í 1 árs afmæli litlu krúsídúllunnar hennar Erlu vinkonu, svona barnaafmæli geta gert mann alveg úrvinda og eyddi ég kvöldinu í algjörri leti upp í sófa að glápa á imbann... Núna er ég bara að bíða eftir seinasta prófinu, sem við Halldóra ætlum að læra saman fyrir. Vonandi að það muni bara ganga vel, annars er ég ekki að nenna þessu prófaveseni og er bara farin að bíða eftir því að komast til Danmerkur.