mánudagur, maí 14, 2007

Sumarfrí :o)

Loksins loksins... Prófin búin en vantar enn einkunnir, úr 4 af 5 fögum. Ég náði málfræðinni, sem ég er auðvitað mjög ánægð með það og vonandi gengu hinir áfangarnir jafnvel. Nú er bara vika í Danmörku og ég er farin að hlakka sjúklega mikið til. Á laugardaginn fór ég með Höllu í mat hjá vinkonu hennar og horfa á Eurovision. Það var mjög gaman, þær ákváðu að fara í drykkjuleik yfir stigagjöfinni. Við völdum hver okkur land til að halda með og í hvert skipti sem okkar land fékk stig þuftum við að drekka, sem skipti litli fyrir mig þar sem ég var að drekka kók auk þess sem ég hélt með Finnlandi. Ein sem var í partýinu hélt hins vegar með Serbíu og þurfti því að drekka dálítið mikið. Stelpurnar héldu svo í bæinn á Nasa en ég fór bara heim, þar sem ég var öll að fyllast af kvefi og er eiginlega búin að liggja í rúminu síðan. Ég ætla samt í vinnuna þar sem ég er nú búin að vera í löngu prófafríi og er hitalaus. Annars er ég frekar fúl yfir kosningunum, var að vonast eftir nýrri ríkisstjórn :o) og ekki virðist sem að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að hlusta á vilja kjósenda um að losa sig við Framsóknarflokkinn :@ Hvað á maður að gera við svona þverhausa???? og þessa vitleysingja sem kjósa þá aftur og aftur????

6 Comments:

At 1:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hey, ég er ekki vitleysingur!!! :(

 
At 11:08 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

jú þú ert algjör vitleysingur :o)

 
At 11:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

6 dagar í DK, næstum 5, því klukkan er svo margt!!! :)

 
At 2:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

2 dage tilbage, hehe

 
At 9:44 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Halló skvís =) Það var ekkert verið að kveðja mann ... En svona er þetta ;-) hehehe... Tek bara á móti þér þegar þú kemur tilbaka og við getum farið á PizzaCOmapny;-) hehe.... Vertu nú dugleg að hripa niður það sem daga þína dregur í danaveldi ;-) ;-) hehehe....

Hilsen

Aldís ...

 
At 11:11 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sko það er náttúrulega ekki hægt að eltast við fólk ;o) Það er bara að mæta til vinnu...

 

Skrifa ummæli

<< Home