Danmörk
Jæja nú er skvísan komin til Danmerkur. Við lentum á Kastrup á hádegi á þriðjudaginn og þá var náð í bílinn og brunað til Hasmark, en við leigðum hús þar. Okkur gekk ágætlega að finna placið en fengum samt pínu tilfelli. Þetta er eldgamall bóndabær, sem reyndar var gerður upp fyrir 50-60 árum, en allt inni í húsinu er hannað fyrir dverga, t.d. nær baðvaskurinn mér c.a. upp á miðlæri og ég þarf að snúa mér á hvolf til að drekka úr krananum. Við mættum svo úrvinda af þreytu á brautarstöðina til að hitta tvo af kennurunum sem eru með námskeiðið og þeir buðu okkur út að borða. Það er mjög gaman að vera komin "heim" aftur. Eftir matinn tókum við svo rúnt í háskólann bara til að vera öruggar um að finna hann morguninn eftir og haldið þið bara ekki að skvísan hafi ratað :) Miðvikudaginn mættum við svo um tíu og það var farið í útsýnisrúnt um skólann. Hann mjög stór og miklu flottari en háskólinn heima, þvílíkur lúxus ef skólinn heima væri svona þá sæi maður sko ekkert eftir "skráningargjöldunum". Eftir hádegi fórum við svo í fyrsta fyrirlesturinn hjá einum prófessornum í skólanum, hann er algjör snilld. Þetta er gamall karl, fullskeggjaður og mjög danskur. Hann verður mjög mikið með okkur og kennir okkur allt um danskar bókmenntir. Við röltum göngugötuna eftir skólann, keyptum okkur sólarvörn og fengum okkur danskt símanr. Þegar við komum svo aftur í Hasmark skelltum við okkur í göngutúr um sveitina. Ég ætla að reyna að setja myndir inn á myndasíðuna mína ef ég man notendanafnið og aðgangsorðið. Ég ætla líka að reyna að vera dugleg að setja færslur inn á þetta blessaða blogg ;o)
1 Comments:
Hæ sæta =)
Ohh.... öfunda þig fyrir að vera þarna úti ;-) ....
Gaman að heyra frá þér =) Vertu nú dugleg að blogga og endilega settu inn myndir kona =) ... hehe
Hlakka samt til að fá þig heim og aftur til vinnu ... Þá verðuru að vinna með mér ALLAN daginn ;-) hehe....
Heyrumst =)
KV. Aldís
Skrifa ummæli
<< Home