hcandersenhus
föstudagur, desember 29, 2006
föstudagur, desember 22, 2006
Jólafríið byrjað,
prófin búin og maður er komin í létta vinnu... Seinasta prófið var á miðvikudaginn eftar 3ja daga próftörn, kræst hvað maður er þreyttur. Fyrsta einkuninn komin og hún er úr fýlunni (fyrir ykkur sem ekki kannast við það þá er fýlan = heimspekileg forspjallsvísindi). Ég fékk bara 5, en who cares? þetta er búið og 5 þýðir að ég get hent fýlu glósunum og hreinsað þessa gagnslausu vitleysu úr hausnum á mér. Ég fór í gær í klippingu, kláraði að kaupa jólagjafirnar og kvaddi hana Guðnýju mína, áður en hún hélt í sveitina. Í kvöld er ég svo með 2 skvísur í neglur og 1 í plokkun og litun, betra að sprússa upp á liðið fyrir jólin. Nú á ég bara eftir að rúlla aðeins yfir placið og setja upp smá jólaskraut og þá er ég tilbúin fyrir jólin. Gleðileg jól allir (e.s. þið fáið engin jólakort, hafði engan tíma fyrir svoleiðis dútl...)mánudagur, desember 18, 2006
Próflestur
jæja núna er klukkan hálf 6 á aðfararnótt mánudagsins 18. des og ég er enn að læra... þurfti nauðsynlega smá pásu og ákvað að kíkja inn á síðuna hennar Erlu vinkonu. Hún var með voða sniðugt kort þar og ég bara varð að gera svona fyrir mig ;o) (allt til að lengja pásuna) en þar sem ég er nú ekki mikill tæknisnillingur þá veit ég ekki hvort þetta mun virka hjá mér en ég reyni (ef ykkur finnst ég bara vera að röfla þá er það af því að ég er búin að vera læra síðan 12 á hádegi Í GÆR!)> your own visited country map