föstudagur, desember 29, 2006

Jólin búin og alveg að koma nýtt ár

maður er búin að borða yfir sig og sofa alveg fullt... Ég vona að allir hafi haft það gott yfir jólin. Ég er orðin lasin og er búin að liggja í rúminu í 2 daga núna og sé fram á 3ja daginn heima :o( Annað kvöld er hins vegar fjölskyldumatarboð heima hjá ma & pa þannig að vonandi verður maður orðinn sæmilega hress. Ég ætla bara að vera róleg á gamlárs, fjölskyldan fer í mat í Kópavoginn og svo ætlum við Halla til Erlu vinkonu í spil og spjall (vonandi, þ.e. ef allir verða orðnir hressir á því heimili). Ég er enn að bíða eftir einkunum, það eru 2 komnar og ég náði báðum :o) það er bara vonandi að hin hafi gengið jafn vel. Ég vil bara óska ykkur gleðilegs nýs árs og þakka ykkur fyrir það gamla... Hlakka til að sjá ykkur á nýju ári :o)

2 Comments:

At 12:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Enn og aftur takk fyrir snilldarkveld á gamlárs!!! Go Trivial!! Bara svo þú vitir þá er ég mjög góð í því spili þegar ég er ekki undir áhrifum áfengis ;)
kv. Erla

 
At 6:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já takk sömuleiðis fyrir snildar kvöld, veit samt ekki alveg hvað var með okkur Erlu í trivjalinu..!!

 

Skrifa ummæli

<< Home