miðvikudagur, apríl 20, 2005

Það er bara annað hvort eða...

Ég er búin að vera að leita mér að vinnu síðan ég kom heim frá Danmörku og ekkert gengið... Síðan seinasta fimmtudag helltust yfir mig atvinnutilboð. Ég fór í tvo viðtöl útaf verknámi, mér var boðið að koma aftur að vinna í bankanum og fékk viðtal útaf öðru gjaldkerastarfi. Út úr þessu kom að mér var boðið verknám á annarri stofunni og ég er að velta því svolítið fyrir mér. Ég þarf að ræða aðeins betur við konuna og svo að ákveða mig, fyrir föstudaginn því þá þarf ég að svara þeim í bankanum. Annars gengur lífið bara sinn vanagang fyrir utan það að ekki getur maður riðið mikið út þessa daganna þar sem Víðir er meiddur. Einhver ofbeldisseggur er í húsinu okkar og beit svo illa í bakið að það er stykki horfið úr bakinu. Svo byrjaði að grafa í þessu og það þurfti að kalla út dýralækni. Greyið er núna á einhverjum pencillin kúr. Það er eins og allir fjórfættu fjölskyldumeðlimirnir þurfi á læknisaðstoð að halda, ég þurfti líka að fara með Lady til dýralæknis. Hún á við eitthvað magavandamál að stríða og var því sett á sérfæði... Hún er ekkert sérstaklega ánægð með það en svona er lífið... Alla vegna eins og þið lesið þá er lífið mitt ekkert sérstaklega fjörugt þessa daganna en það stendur vonandi til bóta. Ég stefni á að fara út með Guðný og Hönnu Rún á morgun, hef ekki hitt Hönnu síðan við kláruðum MK þannig að það verður gaman... Læt heyra í mér seinna :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home